Af saflátum og skilyrðingum

Um daginn birtist grein á Vísi.is um saflát. Í greininni kemur meðal annars fram að


"Saflát kvenna (e. Female ejaculation) er þegar vökvi kemur úr píku kvenna við kynferðislega örvun, samanborið við sáðlát karla."
 

"Þegar konur hafa saflát, eða skvörta, þá losast vökvi út um op kirtilganganna hjá þvagrásinni. Fullnæging kemur oft í kjölfarið en þarf þó ekki alltaf að fylgja, líkt og þegar karlar fá sáðlát." 

Lengi vel hef ég vitað að ég get fengið saflát. Í gegnum tíðina hefur það gerst einstaka sinnum, alltaf þegar það er mikið um að vera, og losti og spenna í hámarki. Ég hef samt aldrei fengið saflát með fullnægingu, að ég viti eða muni til þess. Ég hef líka ríka þörf fyrir að benda á það við hvert tækifæri. Það er ekkert víst að maður fái fullnægingu þó maður fái saflát, og öfugt. 

Undanfarið hef ég tekið eftir nokkrum breytingum í þessum efnum. Leikfélagi minn uppgvötaði einhverja leið til að ná fram safláti og leikur sér að því að framkalla það. Líkami minn er farinn að bregðast við svo til af sjálfum sér.

Í sálfræðinni er þetta kallað skilyrðing. Líkaminn lærir að koma með einhver viðbrögð við oft óskylt áreiti. Í þessi tilfelli eru viðbrögðin saflát hjá mér við ákveðna fingrafimi hans.
Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að það væri hægt að skilyrða mig svona auðveldlega. Það kemur orðið fyrir í hverjum hittingi að við sofum á handklæði því rúmið er orðið svo blautt eftir mig. 
Á suman hátt hef ég mjög gaman af þessu. Það er gaman þegar einhver hefur lag á manni umfram mann sjálfan. Það býr til ákveðið varnarleysi og undirgefna hliðin mín elskar það. Hann hefur stjórn á þessu og getur framkallað saflát þegar hann vill, en ég er nokkuð viss um að ég gæti það ekki.
Hinsvegar væri alveg ágætt stundum að sofa í þurru rúmi eftir leik.

Ummæli

Vinsælar færslur