Lyftan

Lyftan var rétt farin af stað niður þegar hann snéri sér að mér. Án þess að segja orð tók hann í handriðið sitthvoru megin við mig og þrýsti mér út í vegginn með líkama sínum. Varir hans fundu mínar og kysstu mig ákveðið og ákaft. Ég bjóst enganveginn við þessum óvæntu atlotum. Það eina sem ég gat gert var að taka á móti. Líkami minn brást við áður en heilinn var búinn að átta sig á því hvað væri að gerast og logaði af hráum losta. Sem betur fer hélt hann mér þétt því ég kiknaði í hnjánum og hefði eflaust lekið niður á gólfið ef hann hefði ekki haldið mér uppi. Jafn skjótt og þetta byrjaði sleppti hann mér. 
Ég var hálf dösuð þegar dyrnar opnuðust á jarðhæðinni og fylgdi honum eftir í hálfgerðu móki út úr lyftunni. Ég lagaði kjólinn svo lítið bæri á og strauk framanúr mér það sem ég ímyndaði mér að væru sjáanleg sönnunargögn þess sem átti sér stað í lyftunni. 
Ég hef aldrei verið með sérþarfir þegar kemur að hótelbókunum en þarna óskaði ég þess að herbergið okkar væri ekki bara á sjöttu hæð, því þessi lyftuferð var of stutt fyrir minn smekk.

Ummæli

Vinsælar færslur