Fokk covid!

Ég sakna senunnar og fólksins. Ég sakna þess að mæta á munch og spjalla um heima og geyma, og gleyma sér í draumórum um hvernig sé hægt að pína og pynta fólk (allt auðvitað samþykkt og allt það). Ég elska að spjalla við samperverta um sameiginlegt áhugamál. Covid er að gera mér lífið leitt að þessu leiti!
 
Annað sem ég hef tekið eftir sem einhvernveginn færir mig fjær senunni. Venjulega birtast perralingar í röðum á facebook hjá mér, sem facebook vill meina að ég gæti kannski þekkt? Jújú, ég kannast við viðkomandi úr senunni. Ekki að ég sé að fara að senda viðkomandi vinabeiðni. Þessu fólk fækkar mikið hjá mér. Alveg þannig að stundum er enginn perri sem ég gæti þekkt. Foreldrar af leikskóla barnanna birtast þar, fjarskyldir ættingjar, vinnufélagar og fjölskyldur vinnufélaga. Hvar eru perrarnir mínir??

Ummæli

Vinsælar færslur