Örfantasía

Höndin er þétt á hálsinum á mér, rétt undir kjálkanum. Hún þrýstir vel á þannig að ég get varla talað. Ég loka augunum. Á bak við mig er veggurinn, ég get mig lítið hrært. Ég anda ofur hægt, er bæði að hlusta og bíða, og spara mig af einhverri eðlisávísun.

Ég finn fyrir nærverunni í hverri taug, ég veit ekki hvað kemur næst. Ég finn fyrir andardrætti við andlitið á mér, ég finn hvernig hann nálgast. Ég finn hvernig varir snerta mínar, ákafar, fullar af losta. Ég er samt föst og get ekki svarað kossinum, ég get bara tekið á móti. Ég finn hvernig líkami minn gefur eftir inn í kossinn. Ég finn hvernig ég bráða við atlotin, fæturnir vilja gefa eftir, fiðringur fer um brjóstin og ég finn að ég blotna. 

Ég er komin í annan heim. Það eina sem fyllir huga minn og líkama er þessi stund, hér og nú.

Ég er alveg viljalaus og geri aðeins það sem fyrir mig er lagt.


Ummæli

Vinsælar færslur