Eigintíðni

Allir hlutir eiga sér eigintíðni. Þar eru hljóðfæri í sérflokki. Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Það er gítar heima hjá foreldrum mínum. Hann hefur verið geymdur uppi á skáp í mörg ár, þar sem enginn í fjölskyldunni minni spilar á gítar. Fyrir einhverju síðan var ég í herberginu eitthvað að brasa og heyrði undarlegan hljóm. Þetta hljóð hafði ég heyrt áður en ekki pælt sérstaklega í því. Þegar ég kom auga á gítarinn fattaði ég hljóðið kom frá honum. Hans eigintíðni er mjög svipuð talandanum mínum. Þannig að þegar ég var inni í herberginu að tala þá fór hann að titra með mér. Ég fór að leika mér með þetta og fór að syngja og hann ómaði með mér. 

Hvað kemur þetta málinu við? Jú, þetta á líka við um samskipti. Samskipti við ákveðið fólk dregur fram ákveðin viðbrögð hjá manni.
Ég hef tekið eftir þessu í spjalli undanfarið að sumum tekst að spila á eigintíðni undirgefni minnar. Án þess að ég fái nokkuð við það ráðið fer sú hlið að óma með. Það þarf oft ekki mikið til; eitt orð, frasi, eða heilt yfir bragurinn á samskiptunum. Ég finn hvernig það kviknar á undirgefninni í mér, það togar í mig og mig langar ekkert meira en að ganga á vald þess. Þessi ánægjutilfinning sem fylgir þessu er ávanabindandi og verður til þess að mann langar aftur og aftur í meira og meira.... 

Ætli það sé hægt að vera háður ákveðnum samskiptum? Eða samskiptamynstri? 

Ummæli

Vinsælar færslur