Gamalkunnur ótti

Ég var að spjalla við gaur á netinu. Upp úr þurru sendi hann mér mynd af sér. Hann var alveg frekar sætur og með mjög kyssulegar varir. Um leið myndaðist kvíðahnútur í maganum á mér. Hann vill örugglega fá mynd á móti, ef ekki núna þá er það bara tímaspursmál hvenær það verður. 

Þarna á svipstundu gaus upp gamalkunnur ótti. Óttinn við að um leið og ég sendi honum mynd myndi hann hafna mér. Ég væri of svona eða hinsveginn, ekki eins og sætu stelpurnar á instagram og í bíómyndunum. Ekki ljóshærð, bláeygð, með stórar varir, stór brjóst, breiðar mjaðmir, stinnan rass, og mjótt mitti. Þó svo að það væri hægt að fótasjoppa mig til, þá væri það aldrei raunveruleg mynd af mér.
Ég hélt að ég væri vaxin upp úr þessu. Ég hélt að ég hefði þroskann til að horfa framhjá þessu öllu saman. En jæks, þarna fékk ég blauta tusku fortíðardrauganna beint í andlitið.
Sko, það er ekki það að ég sé ekki ánægð með sjálfa mig. Ég er mjög ánægð með það hvernig ég lít út. Ég hef ekki litið jafn vel út lengi lengi lengi. Ég fíla mig! Í tætlur! Ég er einmitt ekki insta-gellan með ljósa hárið. Ég er ég. Það er engin eins og ég, og ég er osom!
Hinsvegar heldur hausinn á mér í þá hugmynd að allir karlmenn séu á höttunum á eftir þessari insta gellu. Ég veit að það er ekki endilega þannig. Þannig að vill einhver plís bara stilla hausinn á mér í samræmi við vitneskjuna?

Þegar ég loksins taldi í mig kjark og sendi honum eina sjálfu fékk ég bara hrós og tilboð um bólfarir. Þannig að þessi kvíðahnútur og þessar vangaveltur voru bara til að sóða tíma og orku. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Það var ég. Er hættur á einkamál :)
Mummi a lausu
alausumummi@gmail.com

Vinsælar færslur