Öndun, núvitund og sjálfsfróun

Um daginn var ég að hlusta á podcast. Gerður í Blush var í viðtali í þessu podkasti og var að tala um allskonar kynlífstengt. Þvílíkur snillingur sem hún er og mig langar að bara að mæla með henni! Hennar hugmyndum um unað fyrir alla og að það þurfi að efla kynfræðslu og allskonar. Ég get kvittað undir allt sem hún segir. 
Í þessu podkasti er hún að tala um sjálfsfróun, sem er henni víst ofarlega í huga. Hún sagði að það mætti jafnvel segja að sjálfsfróun væri ekki kynlíf. Hún væri meira í átt við sjálfsást, og leið til að ná fullkominni slökun í daglegu amstri. Ég get alveg tekið undir þetta með henni. Hún talaði líka um mikilvægi öndunar í kynlífi, sem og sjálfsfróun. Hún sagði meðal annars að það væri mælt með því að stynja í kynlífi, því þá væri maður markvisst að nota öndunina. 
Hún talaði líka um mikilvægi þess að hafa jafna og góða öndun í sjálfsfróun. Það vakti mig til umhugsunar og ég fór að spá í sjálfa mig. Ég er iðullega einhversstaðar annarsstaðar í huganum þegar ég fróa mér. Ég er ekki á staðnum og er því síður að spá markvisst í önduninni. Ég veit bara að ef að mér finnst eitthvað gott þá geri ég meira af því, ef að það hættir að virka þá breyti ég yfir í eitthvað annað. 
Þannig að einn morguninn þegar ég átti stund fyrir mig og fór að fitla við mig minntist ég orða Gerðar. Ég ákvað að vanda mig og leiða hugann að því sem ég var að gera. 
Ég strauk yfir ytri barmana, þeir voru mjúkir, skapahárin snyrt og mjúk viðkomu. Ég strauk á milli barmanna þar sem tilfinningin var öðruvísi, hlýrri, og mjúk en ekki eins og á ytri börmunum. Svona hélt ég áfram: ég fann hvernig sníphettan var hálf yfir snípnum sjálfum, ég fann hvernig tilfinningin var kitlandi og örvandi þegar ég strauk létt yfir snípinn. Ég fann hvernig það ýtti við einhverju inni í mér, einhversstaðar ofarlega á milli legganga og rass. Það var gott. 
Ég mundi þá eftir önduninni og fór markvisst að anda rólega samhliða því að strjúka þéttingsfast yfir snípinn. Ég tók eftir því hvernig ég vildi halda niðri í mér andanum þegar örvunin jókst en einbeitti mér þá að því að passa að anda, inn og út. Unaðurinn varð einhvernveginn dýpri og innilegri. Tilfinningin leiddi mig ákveðið áfram inn í djúpa og innilega fullnægingu. 
Ég get ekki lýst muninum á þessari fullnægingu og öðrum fullnæginum. Hún var ekki kröftugri, öflugri eða lengri en margar aðrar en hún var þykkari og meira seðjandi. Svolítið eins og rjómi til móts við léttmjólk. Og góð! Alveg innilega góð. 
Þetta er eitthvað sem ég þarf klárlega að æfa mig meira í. 

Ummæli

Vinsælar færslur