Sólardagur í sundi

Ég sat inni í gufunni og leyfði svitanum að perlast á líkamanum. Þegar ég fann að tími var kominn til stóð ég upp. Ég stóð í smá stund undir svalri sturtunni fyrir utan gufuna áður en ég gekk út í sólina. 
Veðrið var gott að sundlaugin iðaði af fólki, eldra fólki í pottunum, fjölskyldufólki og krökkum í grunnu lauginni og sundgörpum á brautunum. Eins og venjulega gekk ég meðafram bakkanum og fór ofaní grynnsta part laugarinnar, lagðist niður og sleikti sólina. Þetta var góður dagur og mér leið vel, það hjálpaði alveg til að mér fannst ég líta vel út í sundbolnum áður en fór út úr klefanum.
 
Ég horfði yfir laugina og um leið og ég sá hann vissi ég að ég ætti að kannast við hann. Jú, við höfðum spjallað saman fyrir einhverju síðan og varið eins og hálfri nótt saman í kjölfarið. Það hafði verið mjög ljúft en það varð ekkert meira. 
Í eitt augnarblik mættustu augu okkar. Ég er nokk viss um að hann hafi borið kennsl á mig. Hann var þarna með fjölskyldunni, þannig að við létum eins og við þekktumst ekki. 

Á þessu augnarbliki varð góður dagur enn betri. Ég vissi að ég liti vel út, sundbolurinn fór mjúkum línunum vel, hann var passlega fleginn og veitti stórum brjóstunum mátulegan stuðning. Ég reigði mig aftur og lét fara vel um mig. Ég var í hæfilegri fjarlægð frá honum og naut þess að ímynda mér að hann væri að gjóa til mín augunum svo lítið bæri á. Eftir nokkrar mínútur stóð ég upp og gekk inn í klefa. Í huga mér fylgdu augu hans mér eftir. Ég hinsvegar kíkti ekki einusinni, heldur naut þessa augnarbliks í botns.

Hvers vegna að láta raunveruleikann eyðileggja fantasíuna? 

Ummæli

Vinsælar færslur