Eru klisjur kannski klisjur af ástæðu?

Akkúrat núna á sér stað ferlega mikil klisja. Hér sit ég við stofugluggann og horfi út, fyrir utan er mega sæti leigusalinn minn að slá grasið. Ég vissi ekki að ég væri svona einföld sál, en mér finnst það heitt!

Hann er með góðan vöxt, sterklegar herðar, passlega skeggjaður, hávaxinn og með fallegt bros sem afhjúpar hvítar og vel hirtar tennur. Ég hef svosem laðast að honum í smá tíma en núna get ég bara setið hér og notið þess að horfa á hann vinna, falin á bak við tölvuskjáinn auðvitað. Ég er því miður ekki það frökk að ég þori að taka klisjuna alla leið og halla mér upp að dyrastafnum í silki-sloppnum og nærfötunum einum saman, sötrandi hvítvín og bjóða honum eitthvað til að kæla sig niður. Það væri frekar hallærislegt því kvöldsólin er að kveðja okkur og það er án efa orðið hrollkalt úti. Silkisloppurinn væri mjög óhentugur og algjörlega úr takti við aðstæður að bjóða honum eitthvað til að kæla sig niður. 

Ummæli

Vinsælar færslur