Fantasíusaga

Við sátum þrjú á bás á veitingastaðnum. Stemmingin var létt og skemmtileg, og þó svo að samtal karlmannanna tveggja færi mikið til fyrir ofan garð og neðan hjá mér, þá naut ég mín þarna á milli þeirra. Ég reyndi að skjóta inn orði og orði en sannleikurinn er sá að umræðuefnið var langt utan míns þekkingarsviðs. Jón hafði valið fötin sem ég klæddist. Rauður kjóll með mjög flegnu hálsmáli, tekinn saman í mittið með pilsi sem náði rétt niður að hnjám. Brjóstahaldari sem leyfði brjóstunum að njóta sín og sokkar og sokkabelti, og svartar blúndu nærbuxur. Ég hefði seint valið þennan kjól sjálf, þar sem mér fannst hann of fleginn og mér fannst ég berskjölduð svona klædd. Þetta vissi Jón vel og virtist njóta þess að vita af því. Hann sagði mér að hann vildi að aðrir myndu horfa til mín girndaraugum, vitandi að ég væri hans. 
Við hittum Hreggvið á veitingastaðnum. Þeir voru að íhuga einhverskonar samstarf og þetta átti að heita viðskiptafundur. Kannski var það bara afsökun fyrir þá til að hittast á dýrum veitingastað, borða góðan mat og drekka og láta fyrirtækið borga. 

Samband okkar Jóns er tiltölulega nýtt og við erum ennþá að læra hvort á annað. Það er þess eðlis að hann er við stjórnina og ég fylgi. Hann dekrar mig og hrósar mér við hvert tækifæri og ég drekk í mig athygli hans eins og svampur. Hann þreytist heldur ekki á því að drekka mig í sig, prófa sig áfram og leika á mig eins og ég væri hljóðfæri í höndum hans. Ég get ekki sagt annað en að ég nýt þess í botn. Mér finnst gott að láta honum eftir stjórnina og finna hvernig hann hreyfir við mér á einhvern nýjan og frumstæðan máta. 

Jón pantaði drykki fyrir okkur og þótt ég læsi matseðilinn og taldi upp þá rétti sem mér fannst spennandi valdi hann fyrir mig. Án nokkurs samráðs við mig pantaði hann fyrir okkur bæði þegar þjónninn kom. Ég sá að Hreggviður tók eftir þessu og roðnaði örlítið. Þetta er einn af þessum siðum sem við höfum búið til fyrir okkur. Hann velur og pantar matinn og þegar við setjumst að borðum tekur hann fyrsta bitann. Svo má ég fá mér. Þessir litlu hlutir eru undirstrika eðli sambands okkar. 

Í fyrstu var spjallið við borðið almenns eðlis, hvað hver gerði og hvað hefði á dagana drifið. Jón og Hreggviður höfðu kynnst í námi og leiðir þeirra lágu í sitthvora áttina eftir útskrift. Þeir héldu samt alltaf smá sambandi og eftir að hafa daðrað við samstarf í einhvern tíma vildu þeir kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því. Samtalið leiddist smátt og smátt út í tæknileg atriði og útfærslur á einhverju sem ég hafði ekki hugmynd um. Heppilega þá kom þjónninn með matinn einmitt þegar ég var alveg búin að tapa þræðinum. 

Maturinn var sérlega góður og ég gat einbeitt mér að honum á meðan þeir héldu áfram að ræða saman á tungumáli sem ég kunni ekki. Þegar þjónninn kom til að taka diskana pöntuðu mennirnir drykki og héldu áfram á sömu nótum og áður. Ég afsakaði mig og fór á salernið. Það var ekki vegna þess að ég þurfti þess, heldur langaði mig aðeins til að hressa upp á útlitið. Ég tók mér tíma á salerninu og lagaði vandlega farðann. Ég heyrði að ég fékk skilaboð á símann. Þau voru frá Jóni. "Þú átt að fara úr nærbuxunum og afhenda mér þær svo lítið beri á þegar þú kemur til baka. Jafnframt áttu að hisja upp um þig pilsið og sitja á berum bossanum á bekknum". Berum bossanum? Hver skrifar svona? Ég brosti kímin að þessu en á sama tíma fann ég hvernig ég æstist öll upp. Ég elska svona leiki á almanna færi sem enginn veit af. 

Ég gerði eins og stóð í skilaboðunum. Ég kuðlaði nærbuxurnar saman og hélt á þeim í lófanum á leiðinni til baka. Bæði Jón og Hreggviður litu upp þegar þeir sáu mig koma. Ég brosti örlítið til Jóns, en tók á sama tíma eftir því að Hreggviður horfði á mig með glampa í augunum. Augnarráð hans tók mig alla inn, það staldraði við barminn og leið svo niður að pilsfaldinum. Ég vissi að það var akkúrat þetta sem Jón fílaði og mér hitnaði að innan við það. Jón stóð upp til að hleypa mér inn fyrir sig. Hönd hans straukst yfir rassinn á mér þegar ég smeigði mér framhjá honum. Þegar við vorum bæði sest hnippti ég í hann og rétti honum nærbuxurnar undir borðinu svo lítið bæri á. Mér til mikillar furðu þá rétti hann Hreggviði nærbuxurnar yfir borðið. Þetta gerðist svo fumlaust og eðlilega að ekki nokkur maður virtist veita því athygli. Hreggviður tók nærbuxurnar í lófa sinn og bar þær upp að nefinu og þarna beint fyrir framan mig andaði hann að sér angan minni að mínu allra heilagasta. Ég kafroðnaði og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér. Hönd Jóns tók um annað hnéið á mér og hann kreysti það örlítið, eins og til að hughreista mig. Þjónninn kom að borðinu með drykkina og sem betur fer lét Hreggviður nærbuxurnar hverfa. 

Jón og Hreggviður skáluðu fyrir væntanlegu samstarfi og ég tók undir það. Þeir glottu hvor til annars og það fór fiðringur um mig. Samtalið hélt áfram á tæknilegu nótunum. Jón setti höndina fyrri aftan mig og tók utnaum mittið á mér. Hægt læddist höndin neðar og hann firkraði sig undir pilsið mitt. Hann gældi laust við bera húðina mína og ég fann hvernig það kveiknaði á mér. Á einhvern undarlegan hátt tekst honum að hafa mig stanslaust blauta og þurfandi. Ég þrýsti líkamanum að höndinni á honum og hann fór að strjúka létt upp og niður rassinn á mér. Hann fann stjörnuna og fór að fitla við hana svo lítið bæri á. Allt í einu lét hann eins og hann væri að laga sig til í sætinu, en á sama tíma læddi hann einum fingri að rennandi blautri píku minni og með mínum eigin píkusafa sem sleipiefni þrýsti hann einum fingri inn í rassinn á mér. 

Samtalið þeirra ómaði í eyrum mér líkt og það væri í fjarska. Ég varð þess samt áskynja að þó svo þeir væru að ræða tæknileg atriði fannst mér eins og þeir væru að ræða eitthvað allt annað en fyrirhugað samstarf í fyrirtækjarekstri. Jón lét sem ekkert væri en Hreggviður horfði reglulega í áttina að mér. Ég þurfti að vanda mig svo ég myndi ekki láta undan lostanum sem fór um mig þarna. Ég tók eftir því að Hreggviði var starsýnt á brjóstin á mér. Þegar ég leit niður sá ég sjálf hvernig geirvörturnar þrýstu sér út í efnið á kjólnum. Jón sagði eitthvað um að "deila hlunnindum", "samstarf sem myndi koma sér vel fyrir alla hluteigandi aðila" og "virka þátttöku". Hreggviður svaraði með því að færa sig nær mér. Hann tók sopa af drykknum sínum á meðan hönd hans straukst við lærið á mér. Ég var að verða vitstola þarna á milli þeirra. 

Hönd Hreggviðar leitaði upp undir pilsið mitt. Jón hvíslaði í eyra mitt að vera góð stelpa og spila með. Ég þurfti ekki meira til og færði fætur mína í sundur til að veita Hreggviði góðan aðgang. Hann lét ekki segja sér það tvisvar og hönd hans leitaði upp lærið á mér þar til hún kom að rennandi blautri píku minni. Snerting hans var blíð og fovitin og hann horfði stíft á mig á meðan hann skoðaði mitt allra heilagasta með fingrunum. Hann fann snípinn sem var orðinn mjög þrútinn og byrjaði að strjúka í létta hringi í kringum hann. Ég gaf frá mér lágt andvarp sem var sú hvatning sem hann þurfti til að halda áfram. Ég beit í vörina mína til að halda aftur af stununum og nánast óafvitandi var ég farin að hreyfa mig í takt við gælur þeirra. 

Ég fann að ég nálgaðist fullnægingu þarna á milli þeirra. Ég snéri mér að Jóni og tókst að spyrja hann lágt hvort ég mætti fá það. Hann kyssti mig og hreyfingar hans í rassinum á mér urði ákafari. Hann kinkaði svo kolli og horfði stíft á mig þar sem ég var á barmi þess að fá fullnægingu þarna á milli þeirra. Hann hvíslaði að mér að ég mætti ekki skilja Hreggvið eftir svona útundan, og þegar ég snéri mér að honum tók hann á móti mér með innilegum kossi. Ég fann hina hönd Jóns strjúka upp lærið á mér og á meðan Hreggviður gældi fimlega við snípinn á mér fann Jón þurfandi og rennandi blauta píkuna. Hann þrýsti tveimur fingrum inn í mig og ég gat ekki annað en tekið andan á lofti. Það tók ekki nema öskotstund til þess að ég iðaði þarna á milli þeirra þegar fullnægingin skók líkama minn.

Hreggviður brosti til mín og sleikti fingurna sem voru blautir af píkusafa mínum. Hann tók svo sopa af drykknum sínum og sagði kæruleysislega við Jón, "þetta er mjög gott", Jón lyfti sínum drykk og svaraði "já, ég fæ mér þetta reglulega". Ég sat á milli þeirra, heit og mjúk að innan, á blautu leðulíkinu. Hönd Jóns sem hafði verið fyrir aftan mig hvíldi nú á öðru læri mínu.  "Skál fyrir frekara samstarfi" sagði Jón og glotti til mín. "Skál" svaraði Hreggviður og lagði hönd sína á hitt lærið. 


Ummæli

Nafnlaus sagði…
Verð að segja að þessi saga kveikir í manni. Skil ekki afhverju mér hefur ekki verið boðið í svona kvöldverð.

Kveðja
ComputerSaysNo

Vinsælar færslur