Naflaskoðun

 Ég er búin að vera á skrítnum stað undanfarið. Ein í heiminum, en samt sáttari en ég hef verið í ár og öld. Ég er eins einhleyp og hugsast getur! Ég bý ein, ég er ekki með neinn í sigtinu, og ég er ekki með neinn fastan leikfélaga. Ég er ekki að leita og er ekki að horfa í kringum mig. Þetta hefur ekki angrað mig. Hinsvegar er eins og líkaminn þarfnist nándar. Mig fer að hungra í snertingu, kúr og athygli. Það er samt ekki eins og mig langi það sérstaklega, þetta virkar einhvernnveginn frumstætt og líkamlegt. Eins og túrverkir þá kemur þetta og fer og þetta líður alltaf hjá á endanum. 

Ég stefni svosem ekkert á að vera einhleyp til eilífðarnóns. Þessa dagana er ég í alsherjar naflaskoðun. Það er hollt og gott að skoða sjálfan sig í krók og kima. Ég er búin að komast að ýmsu, bæði góðu og minna góðu. Hvað kemur út úr þessu öllu verður að koma í ljós. 

Þetta er svolítið ruglingslegur póstur. Mig bara langaði að skrifa og ætla að láta þetta flakka. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hello, I agree with your sentiments. See my profile on Einkamal walker94

Vinsælar færslur