Ritstífla

Ég er búin að þjást af ritstíflu undanfarið. Það er ekki það að ég hafi ekki um neitt að skrifa, því að hugmyndirnar sveima í kollinum á mér, en þegar ég ætla að koma þeim niður á blað þá verða orðin styrð og merkingin kemst illa til skila. Þannig að: Nei, ég er ekki hætt að blogga, og er ekki komin í pásu einu sinni. Ég er bara algjörlega ritstífluð þessa dagana. 

Einhver ráð? Allar hugmyndir vel þegnar.  

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sá auglýsingu um meðal við ristilstíflu sem löguðu slík vandamál á 15 mín... fæst í öllum apótekjum. Mér finnst því eðlilegt að bókabúðir bjóði uppá svipaða þjónust við ritstíflu... :^)

Kveðja
ComputerSaysNo
Prinsessan sagði…
Ég veit um eina bókabúð í næsta nágrenni, kannski ég renni þangað og kanni málið :p
Nafnlaus sagði…
lol

Mikið vildi ég vera fluga á vegg þegar þú berð fram spurninguna.

Annars verð ég að segja að pistlarnir þínir er ask góðir. Ég er oftast abbó megar ég les en hef alltaf gaman af þeim.

Stífla eða ekki stífla... þær hafa allar tilhneigingar að bresta svo þetta er bsra spurning um tíma og þolinmæði... þú vinnur bara í verklega hlutunum á meðan.

Kveðja
ComputerSaysNo

Vinsælar færslur