Fantasíur

Í morgun þegar ég vaknaði var hugur minn hjá honum. Fingur leituðu sunnan heiða og fantasía kviknaði í huga mér. 

Ég er bundin, nakin og stend upp við vegg. Hendur hans grípa um hálsinn á mér og andlit hans er rétt við mitt. Skeggið hans strýkst yfir vanga mér og ég finn hvernig ég fer öll á nálar. Hann segir við mig "Ég er búinn að bíða eftir því að hafa þig svona, berskjaldaða og varnarlausa", varir hans rétt strjúkast yfir mínar og ég þrái ekkert meira en að hann þrýsti þeim að mínum. Ég reyni að teygja mig að honum, en hann heldur mér fastri. Líkami minn lifnaði við og eftirvæntingarfiðringur fer um mig. 

Það er ekki oft sem ég á mér fantasíur um ákveðna aðila, oft ruglar það öllu kerfinu hjá mér. Myndi hann gera þetta við mig? Myndi hann tala svona til mín? Myndi hann fíla það ef að ég gerði svona? En ef að ég gerði annað? Ég kann ekki við að gefa alvöru fólki eiginleika í fantasíum mínum sem ég veit ekki hvort það býr yfir eða ekki. Þess vegna eiga fantasíuleikmenn mínir sér yfirleitt ekki hliðstæðu í raunheimum. Það hentar mér ágætlega, þá ræð ég algjörlega ferðinni. Það er kostur að sumu leiti, en galli að öðru leiti. Það er jú þetta óvænta og ófyrirséða sem kveikir oft bálið, og því miður er ekkert óvænt eða ófyrirsjáanlegt við fantasíuleikmenn mína sem búa eingöngu í höfðinu á mér. 


Ummæli

Vinsælar færslur