Tveggja heima tal

Ég fékk að gjöf hálsmen fyrir tæpu ári síðan frá einum leikfélaga minna. 

Ég var löngu búin að finna þetta hálsmen og ykkur að segja, þá dauðlangaði mig í það. Hinsvegar langaði mig ekki að kaupa það bara fyrir mig sjálfa, ég vildi fá það í gjöf, því að ég vildi að það táknaði eitthvað, að það stæði fyrir eitthvað. Enda greip ég andan á lofti þegar ég fékk það. Mér fannst það hálf ótrúlegt og það gladdi mig óendanlega mikið. Á því stendur "prinsessan" í rúnaletri og mér þykir ákaflega vænt um það.
Kringumstæðurnar þá voru þannig að hálsmenið tengdist beint sambandinu okkar og skapaði meiri nánd í það í dags daglegu lífi. Þegar eðli sambandsins breyttist, pakkaði ég hálsmeninu niður og tók það ekki upp í svolítinn tíma. Það var bundið við hugmyndir og langanir sem voru ekki lengur uppi á borðinu. Þegar frá leið fór ég að bera það aftur, það er eina hálsmenið sem ég á sem hentar við ákveðinn klæðnað. Smátt og smátt máðist gamla merkingin af hálsmeninu. Það stóð ekki lengur fyrir sambandið, heldur stóð það fyrir þennan part af mér. Ég nota þetta nafn á öllum þeim miðlum sem tengjast BDSM hliðinni minni, hérna, á fetlife, á einkamál, á literotica o.s.frv. Ég hef tengt það við mig í ein 20 ár og það hefur svo sannarlega náð að festa rætur. Ég er prinsessan og prinsessan er ég.
Þegar ég svo ber þetta hálsmen í dags dalega lífinu, þá ber ég þessa hlið líka. Ég upplifi að ég sé að taka þennan heim með mér í vanilluheiminn. Þessi partur af mér verður sýnilegur, þó lang flestir átti sig ekki á því (í fljótu bragði man ég bara eftir einum sem ég veit að fattaði). Ég upplifi að ég sé örlítið að ögra tilverunni, að ég sé að berskjalda mig og sýna allar hliðar af mér. Á einhvern mjög furðulegan hátt upplifi ég að ég sé heil. 

Ummæli

Vinsælar færslur