Draugar fortíðar

Þegar þungi minn lagðist í böndin hertustu þau utanum mig. Augnarbliki síðar var ég komin á loft, böndin lágu um brjóstkassann, mjaðmir og fæturna, hvorn um sig.
Mér tókst að anda í gegnum óþægindin sem oft fylgja svona bindingum en það þyrmdi samt yfir mig, og sú tilfinning jókst markvisst með hverju andartaki. Áður en langt um leið fann ég að ég var á hnefanum, og það dugði ekki einu sinni til, því tilfinningin ágerðist og ætlaði að kæfa mig.
Mér tókst að stynja upp að hann yrði að losa mig. Hann var ekki lengi að bregðast við og fyrr en varði stóð ég fegin og svolítið dösuð á mínum eigin fótum á gólfinu.
 
Þegar hann var búinn að losa mest allt reipið snéri hann sér að mér og vildi fá skýringu á því afhverju ég vildi að hann losaði mig strax. Meiddi ég mig? Svimaði mig? Eða hvað? Mér vafðist tunga um tönn og ég átti eiginlega engin orð til að lýsa þessu, annað en að þessi vonda tilfinning hafi blússað upp þannig að það þyrmdi svona yfir mig og mér leið ekki vel.

 Þá spurði hann mig: Hefuru orðið fyrir einhverju trauma (ísl. áfalli)? Ég skal ekki neita því að það fékk á mig, ég bjóst alls ekki við þessari spurningu og ósjálfrátt greip ég í fyrsta svarið sem kom upp í huga minn: Nei! Enda hafði ég ekki lent í neinu hræðilegu. Um leið og ég sagði þetta þá kom mynd upp í huga mér, gjörólík því sem átti sér stað þarna, en tilfinningin var sú sama. Hann horfði á mig og spurði aftur: Hefuru ekki orðið fyrir neinu trauma? Ekkert sem gæti valdið þessu? Aftur blússaði sama myndin upp í huganum og henni fylgdi sterkt þessi sama tilfinning. Nei, svaraði ég aftur, en ekki jafn ákveðið og í fyrra skiptið. Eða… kannski… Það var eitt atvik.

Ég sagði honum svo frá því að ég hafi fengið þessa sömu tilfinningu áður, en þá var ég bundin niður í rúm í leik og skilin þar eftir. Þar sem ég lá bundin þarna í rúminu heyrði ég óljóst í leikfélaganum mínum frammi að spjalla við sameiginlegan vin okkar, en við vorum einmitt heima hjá honum að leika. Mér leið virkilega illa en ég fraus þarna í þessum aðstæðum, þannig að þegar leikfélaginn kom að athuga hvernig ég hefði það, þá brást ég ekki við. Leikfélaginn túlkaði það sem svo að ég hefði það gott, líkamlega var þetta ekki erfitt, stellingin auðveld og rúmið þæginlegt. Hann hafði orð á því við vin sinn hvað það væri þægilegt að vera í þessari stöðu sem ég var, bundin ofaní rúm með engar frekari kvaðir á mér. Nema, mér leið allt annað en vel. Ég tók þennan tíma á hnefanum og varð óendanlega fengin þegar því lauk. Síðan þá hefur leikur af þessari gerð verið á bannlistanum hjá mér. Það má ekki binda mig og skilja mig eftir, bara til að hafa mig þannig.

Ég hef aldrei sett áfallastimpil á þetta atvik. Mér fannst þetta óþæginlegt og vildi helst sleppa við þetta, svo mikið að ég setti sambærilega leiki á bannlista hjá mér. 
Áfall er hinsvegar eitthvað miklu meira en vondur leikur, eða vont atvik í leik, ekki satt? 
Því miður þá segja fræðin annað. Vondur leikur getur verið áfall í sjálfu sér. Þegar ég var spurð að þessu svona beint: Hefuru orðið fyrir trauma? þá gat ég tengt þessa vondu tilfinningu sem helltist yfir mig þá við þá tilfinningu sem ég upplifði í bandaleiknum, kannski var eitthvað sammerkt á milli þessara gjörólíku leikja sem varð til þess að þessi tilfinning gaus upp aftur. Það þarf víst ekki mikið til. 
Ég efast um að ég hefði fundið þessa tengingu ef ég hefði ekki verið spurð svona beint. Þetta varð til þess að ég sé þessa hluti í nýju ljósi og er kannski fyrsta skrefið í að losa mig við þessa fortíðardrauga.

Ummæli

Vinsælar færslur