"enginn nema þú myndir totta mig og vilja skera á mér typpið" 

Þetta er ekki jafn slæmt og það hljómar!

Við vorum að ræða saman um samskipti, traust, og heiðarleika. Umræðuefnið var að í samskiptum við suma getur maður látið allt flakka, maður getur rætt áreynslulaust um manns hjartans mál. Hvort sem það tengist kynlífi, atvinnurekstri, samskiptum almennt, húmor, fjármálum, barnauppeldi eða hvað. Ég er ekki að segja að maður sé alltaf á sama máli, en þegar virðing er borin fyrir hinum aðilanum þá er það allt í lagi

Þessi skrif eru að fara í aðra átt en ég ætlaði þeim. Aftur á réttu brautina. 

Ástæðan fyrir þessari fleigu setningu er ástand sem nefnist upp á enskuna short frenulum. Það er haftið sem tengir forhúðina við kónginn, neðan á limnum. Þegar það haft er of stutt þá togar það kónginn niður og getur valdið óþægindum í kynlífinu. Það kom mér þess vegna ekkert á óvart þegar þessi sagðist njóta tottsins meira þegar limurinn væri ekki í fullri reisn, eða þegar hann sagði að stundum finndi hann til óþægina út af þessu. Sem betur fer er til tiltölulega einfalt ráð við þessu. Hjá flestum dugar að nota sterakrem og gera einskonar teygjuæfingar, sem gera það að verkum að það slaknar á húðinni þarna og limurinn fær meira rými til að njóta sín í fullri reisn. 

Ef það dugar ekki til, þá erum við að tala um smávægilegan skurð til að losa um haftið. Þaðan kemur seinni parturinn af setningunni. Ég vil samt taka það fram að ég komst að þessu með sterakremið og æfingarnar eftir að ég hafði orð á þessu, ef ég hefði vitað að krem og æfingar væru algengasta meðalið hefði ég sennilega ekkert talað um að skera á honum tippið. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Svo má bæta því við hversu sársaukafullt það er þegar þetta haft rifnar.
Prinsessan sagði…
Úff.... ég get ekki ímyndað mér það. En ég velti því fyrir mér, ef svo ber undir að haftið rifni, verður ástandið þá ekki betra á eftir?
Nafnlaus sagði…
Jú, vissulega. Tekur ca. 7-10 daga að gróa um heilt. Þvaglát og sturtuferðir afar sársaukafullar fyrstu dagana á eftir.
Líðanin mun betri eftirá, sér í lagi við sjálfsfróun.

Vinsælar færslur