Skondið atvik

Ég lá á bakinu á glænýja skemilnum, fæturnir bundnir í sundur og hendurnar bundnar fastar saman yfir höfði mér þegar síminn minn hringdi. Það kom smá hik á hann og ég sagði strax, til að svara óyrtri spurningunni "hunsum þetta". Hann kinkaði kolli og hélt áfram að eiga við böndin. 
Fljótlega eftir að síminn var þagnaður byrjaði hann aftur. Ég bað hann að kíkja hver væri að hringja. Á skjánum stóð Mamma. Það er ekki algengt að hún hringi tvisvar í röð, enda myndi maður ætla að viðkomandi væri upptekinn ef hann svarar ekki í fyrsta skiptið. Hann sótti því símann, ýtti á græna takkann og hélt svo símanum upp að eyranu á mér, þar sem ég lá nakin, og bundin á skemilnum, í miðri stofunni heima hjá mér. Ég setti mig andlega í stellingar til að vera sem eðlilegust í samtalinu. 
Mamma var að hringja til að spyrja um úlpu dóttur minnar, sem var þarna á ofninum við hliðina á okkur. Við ræddum erendið og eitthvað meira til á meðan hann hélt þolinmóður símanum upp við eyrað á mér. Maður vill jú ekki vekja upp neinar grunsemdir. Ég passaði mig að horfa sem minnst á hann þar sem hann stóð glottandi yfir mér. Ég hugsa að ég hefði farið að hlæja yfir fáránleika aðstæðnanna. Þegar samtalinu lauk bað ég hann vinsamlegast að setja símann minn á hljóðlaust. Með mis-góðum leiðbeiningum um pin-mynstur og stillingar á símanum sjálfum hafðist það og síminn þagði það sem eftir lifði leiks. 

Þegar maður rifjar upp leiki þá eru það atvik sem þessi sem toga munnvikin upp á við. Ég sit einmitt hérna og brosi við tilhugsunina um þetta tiltekna atvik. Ég man ekki eftir mörgum svona atvikum, kannski sem betur fer, því hafi leikurinn verið lengra kominn gæti þetta hafa orðið til þess að allt færi í rugl. Nema hvað, í þessu tilfelli varð það ekki svo, og við tók dásamlega skemmtilegur leikur sem ég var í marga daga að jafna mig á.... Í þessu tilviki var það bara gott. 


Ummæli

Nafnlaus sagði…
Snilld!
Nafnlaus sagði…
Skemmtileg lesning.

Virðist sem þú og aðilinn sem var að binda þig séuð nokkuð náin. Ég meina fólk verður vart nánara en að skiptast á pin nr. á símanum.😉

Kveðja
ComputerSaysNo
Prinsessan sagði…
Ji minn eini! Satt segiru! Ég geri það ekki einu sinni með mínum allra allra nánustu.

Vinsælar færslur