Drusla eða ekki drusla?

"Ertu svona mikil drusla?" spurði hann glottandi yfir mér. Ég var hálfpartinn út úr heiminum af nautn, sem ég verð þegar það er fitlað við mig á réttan hátt. Þessi spurning vakti upp miklu fleiri spurningar í hausnum á mér en svör, svo ég gat ekki svarað honum. Ég gat allavega ekki gert mig skiljanlega, því orðin flækjast fyrir nautninni þegar þetta ástand er á mér. Þessi setning æsti mig samt alveg svakalega, og ég fann hvernig ég gekk henni á vald. Ég vildi að hann talaði svona til mín! Á þessu augnarbliki vildi ég vera akkúrat druslan sem hann var að leita eftir. 

Eftir þetta atvik, löngu eftir þetta atvik, þá ræddum við um þetta. Drusluskapinn, eða réttara sagt, hvað er drusla og hvað felst í því að vera drusla. Menn eru með mjög misjafnar skoðanir á því. Konur pottþétt líka. 

Ég hafði heyrt þá skilgreiningu á druslu að það sé einhver sem er til í tuskið, kynferðislega opinská, klæðir sig á ögrandi máta og ber sig þannig líka. Árnastofnun segir að drusla sé kona sem hefur litla siðferðiskennd, lauslát kona. Enn önnur skilgreining sem ég fiskaði upp var: drusla sé lauslát kona með lítið sjálfstraust.

Þessi leikfélagi minn var með allt aðra sýn á druslur og sagði að drusla væri kona sem væri sterk innra með sér og óhrædd við að njóta sín kynferðislega. Það er er skilgreining sem ég er alveg til í að kvitta upp á og ég tengi við.
Ég elska kynlíf, og ég nýt mín svo sannarlega þegar mín er notið kynferðislega. Þá dettur allt óöryggi út um gluggann út um gluggan og ég upplifi mig eggjandi og girnilega. Ég elska líka að gefa af mér í kynlífi og er óhrædd við að láta vita hvað það er sem ég fíla. Sem er yfirleitt öll kynferðisleg athygli sem ég fæ, en hey, það má líka. 

Klæði ég mig ögrandi og er ég viljug fyrir hvern sem er? Nei, enganveginn.
Hef ég litla siðferðiskennd og er ég lauslát? Nei, ég sé sjálfa mig ekki þar heldur.
Hef ég lítið sjálfstraust? Ég vil ekki meina það. 

Er ég þá drusla? Játs mar! Samkvæmt uppáhalds skilgreiningunni minni á orðinu. Algjörlega. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Góð skilgreining á orðinu. Ég upplifi þetta alveg eins með þetta orð.

Vinsælar færslur