Fullnægingar

Ég hef margoft skrifað um fullnægingar hérna. Áherslu manna og kvenna á fullnægingar. Hversu erfitt ég á með að fá það, og hve mikil vinna er fólgin í því. Þá öfundsýki sem hefur blossað upp gagnvart öðrum konum sem eiga auðvelt með að fá það og fleira á þessum nótum. 

Ég hitti mann ekki alls fyrir löngu, hann lagði mikla áherslu á að ég fengi það. Eftir nokkra hittinga, og merkilegt nokk, fullnægingu í hvert skipti, þá ræddum við málin. Honum finnst erfitt að ég eigi erfitt með að fá það. Helst vildi hann að ég fengi það oft í hverjum hitting, og hann leggur sig fram við það. Ekki kvarta ég, enda nýt ég þessarar athygli í botn. Á sama tíma finnst mér erfitt að geta ekki gert honum til geðs. Mitt fullnægingarleysi hefur miklu meiri áhrif á hann heldur en nokkurn tíman mig. Enda hef ég búið við það alla mína ævi og nýt kynlífsins sannarlega án þess að ég fái fullnægingu.

Í þessum aðstæðum þarf ég samt svolítið að minna mig á að standa með sjálfri mér.
Ég er svona gerð, ég er ekki gallalaus en ég er fjandi góð almennt séð. Ég fæ það ekki auðveldlega í kringum aðra, og það er bara þannig. Það er hvorki gott né endilega slæmt. Það er bara staðan eins og hún er í dag. Þetta er jafnvel eitthvað sem má vinna með, og ég er til í allskonar æfingar í þá veru.
Ég þarf að passa mig að detta ekki í þá grifju að horfa til hinna, sem fá það bara við tilhugsunina, og finnast ég lakari fyrir vikið. Til eru líka þær sem aldrei hafa upplifað fullnægingu og það er ekki oft sem ég horfi til þeirra þegar ég er að velta mér upp úr þessu. Þær gætu jafnvel horft til mín með öfundaraugum, þó svo þetta geti verið ströggl. 

Samanburður af þessu tagi er aldrei af hinu góða. Einhver mun þá alltaf setja í minni pokann.
Mannverur eru líka miklu margslungnari en þetta. Það er ekki hægt að meta gildi þeirra út frá einum þætti eða eiginleika. 

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég osom! Bara af því að ég segi það, og segi það nógu oft! Svo oft að aðrir eru farnir að trúa því líka. 




Ummæli

Vinsælar færslur