Að gata, eða ekki gata?

Ég hef alltaf verið mjög ánægð og svolítið montin af píkunni minni. Hún er með þykka ytri barma sem hylja hana vel. Hún er með litla og netta innri barma, lítinn sníp og litla snípshettu. Yfirleitt bara fallega bleik, en hefur verið að dökkna með árunum. Alla jafna er hún snoðuð og þegar eitthvað stendur til eru barmarnir rakaðir, en hún fær að vera snögghærð á lífbeininu. (Með því móti losna ég alfarið við inngróin hár og hárin eru ekki að skemma fyrir munnmökum eða leik.) Hún  hefur verið stolt mitt yndi. Ég hef aldrei verið með minnimáttarkennd tengda henni og finnst hún æði. Hún hefur alltaf staðið fyrir sínu og veitt mér undað eftir þörfum. 

Einhverra hluta vegna þá fór ég að skoða gatanir og píkulokka áðan. Eitthvað vakti forvitni mína og ég fór að skoða myndir og lesa mér til. Ég datt niður á götun sem heitir upp á enskuna triangle. Þar sem lokkurinn fer undir snípsskaftið. Þessi gerð hefur víst þann kost að hann ýtir undir kynferðislegan unað og hefur til að mynda hjálpað konum sem ekki hafa fengið fullnægingar. 

Þetta vakti áhuga minn og ég fór að velta þessum möguleika fyrir mér í alvörunni. Svo mikið að ég fór að spá hver væri bestur í þessu hér á fróni, hvað kostaði og hvor það væri hægt að fá lokk sem er aðeins öðruvísi en þessir sem ég var að sá á myndunum. Þá datt ég niður á þennan hérna póst. Þarna er talað um einskonar próf til að athuga hvort þessi götun henti manni. Í kjölfarið fór ég í allskonar æfingar og lærði í leiðinni heilmargt um mína eigin píku. Þar á meðal að hún er ekki gjaldgeng í þetta! Svekk dagsins.... 

Ummæli

Vinsælar færslur