Að grafa sína eigin gröf

Þessa dagana hef ég verið dugleg við að leika, þar sem undirgefna hliðin mín fær að blómstra. Á sama tíma er ég dugleg við að grafa mína eigin gröf. Ég kenni því um að ég er skiptir og undirgefni masókistinn og sadistapúkinn í mér takast á.
Sadíska hliðin á mér hvíslar stundum að mér ”ef að þú værir að domma þá myndir þú….” Undantekningarlítið vellur þessi þankagangur út um munninn á mér, jafnvel þó svo að ég viti vel að það gæti komið sér illa fyrir undirgefna masókistann í mér. 

Ég stóð á gólfinu hjá honum með átján klemmur á hvoru brjósti.
Það sem ég var að það væri nóg pláss eftir og að það kæmust miklu fleiri klemmur á brjóstin á mér. Það sem ég fann var greinilega ekki nógu sársaukafullt til að stoppa mig af því að ég sagði upphátt "Það komast miklu fleiri klemmur á brjóstin á mér". Þrjátíu og sex klemmur voru greinilega ekki nóg!

Í næsta skipti var komin viðbót í klemmusafnið hans og þrjátíu sex klemmur í heildina urðu að rúmum fjörtíu klemmum, á hvort brjóst. Samtals um níutíu klemmur! Ég skal alveg viðurkenna að það var svolítið erfiðara. En þegar hann tók síðustu klemmurnar passlega varlega af hvíslaði sadistinn að mér ”þú hefðir ekki verið svona góð, og hefðir ALDREI tekið klemmurnar svona varlega af….”.
Eftirá vall upp úr mér að ég gæti vissulega tekið við fleiri klemmum! Alveg 120! Og þar með var það markmið sett upp, 120 klemmur!

Svo asnaðist ég til að segja ”ég er miklu, (miklu, miklu,) sadískari en þú, ég hefði aldrei tekið síðustu klemmurnar svona varlega af….”. Ég sá að hann sperrti eyrun við að heyra þetta og það var greinilegt að ég var að sá einhverjum hugmyndum í kollinn á honum.
”Ég er meiri sadisti en þú!” er ekki gott efni til að metast um, sérstaklega þegar maður sjálfur er undirgefni leikfélagi þessa sama sadista og maður er að metast við. Það kemur beinustu leið í hausinn á manni.  

Ummæli

Vinsælar færslur