Ég er hugsi….

Fyrir jól hitti ég mann og við sváfum saman nokkrum sinnum. Síðan fór til síns heima, en hann býr erlendis. Núna í febrúar kom hann aftur til landsins, hann setti sig fljótlega í samband við mig og langaði að endurtaka leikinn.

Þá var ég eitthvað farin að slá mér upp með öðrum. Það samband var bara á teikniborðinu, en við vorum búin að ákveða í sameiningu að einoka ekki hvort annað. Ég sagði manninum sem þetta allt saman, en jafnframt að mig langaði ekki að endurtaka leikinn með honum. Það voru ákveðnir þættir sem gerðu það að verkum að mér þætti það óþægilegt. Það hafði ekkert með hann sjálfan að gera eða kynlífið. Aðstæðurnar einfaldlega hentuðu ekki.

Um leið og hann heyrði að ég væri farin að slá mér upp með öðrum bakkaði hann frá. Hann sagði að hann bæri það mikla virðingu fyrir nýja dúddanum að hann vildi ekki troða honum um tær. Ég áréttaði við hann að ég mætti vel hitta hann ef ég kysi svo, ég bara kaus að gera það ekki. Það virtist samt ekki breyta miklu.

Ég er hugsi.... ég er mjög hugsi...

Skilaboðin sem ég tók út úr þessu eru þau að tilvist nýja dúddans hefur meira vægi en minn vilji. Ég tók þá ákvörðun að vilja ekki meira með honum og gerði það alveg sjálf. Ég skýrði fyrir honum afhverju. Það stóð ekkert í veginum fyrir því að við myndum taka upp þráðinn, ég bara vildi það ekki. Samt var viðkvæðið á þann veg að hann vildi ekki skemma fyrir nýja dúddanum.

Þessi maður var duglegur við að sýna áhuga sinn áður en nokkuð gerðist. Svo virðist vera að hann setji það ekki fyrir sig að láta vilja sinn í ljós og þannig búa til einskonar pressu. Fyrir jól var áhuginn gagnkvæmur og þess vegna enduðum við uppi í rúmi.

Ég velti því fyrir mér.... ef enginn væri nýji dúddinn, finndist honum þá allt í lagi að reyna hvað hann getur til að koma mér aftur upp í rúm með sér? Hefur mín eigin rödd minna vægi en ósýnilegi nýji gæinn? Ég segi ósýnilegi því ég hef bara sagt honum frá því að það sé nýr gæi, hann hefur ekki séð hann þannig að ég hefði getað verið að búa hann til.

Virkar þetta bara svona?? 

Ummæli

Zee Viking sagði…
Er ekki möguleiki að hann hafi viljað yfirflra höfnunina yfir á einhvern annann en þig til að þurfa ekki að takast á við það að þú hafnaðir honum?
Prinsessan sagði…
Þetta er rosalega góður punktur og ég hafði ekki hugsað út í það!
Þetta gæti verið varnarháttur hjá honum. Með þessu móti er ég ennþá á vissan hátt "góði gæinn", og nýji dúddinn þá "vondi gæinn".
Hann getur þá líka alveg tekið sjálfan sig út úr jöfnunni og þarf ekki að horfast í augu við aðstæður eða veruleika sem gæti verið vont að horfast í augu við.

Takk fyrir ábendinguna.
Zee Viking sagði…
Takk fyrir að lesa ummælin mín. Gaman að sjá að þu ekki bara lest ummælin heldur tekur þau líka til skoðunar. :)

Vinsælar færslur