Gömul kerti og ný

Inni í ónefndum hóp á fésbókinni voru kerti til umræðu. Einn ummælandinn skrifaði: Það er mjög gott að setja öll kerti í frysti fyrir notkun. Kerti í dag og kerti fyrir 30 árum er ekki sami hlutirinn.
Þessi athugasemd vakti athygli mína, og þar sem frekari skýringar fylgdu ekki með spurði ég viðkomandi hvaða áhrif það hefði. Jú, það myndi herða kertin. 

Fyrir nokkrum vikum var ég böðuð í kertavaxi og síðan þá hafa allskonar pælingar í kringum kerti og hitastig á kertavaxi svamlað um í hausnum á mér. Myndir á Fetlife af fólki með listaverk úr vaxi á líkamanum hafa gripið athygli mína og ég velti því fyrir mér hvort þau notist við ákveðin kerti úr einhverju sérstöku vaxi. Ætli þau fáist í kinky-kertabúðinni, þar sem kertunum er raðað eftir litum og hita vaxsins? 

Aftur að þessari fésbókarumræðu. Svarið við spurningunni minni vakti upp frekari spurningar hjá mér. Ef ég set kerti í frysti, hefur það einhver áhrif á hitan sem vaxið bráðnar við? Brenna kertin þá kannski við hærra hitastig og vaxið af þeim verður heitara fyrir vikið?
Ég þurfti að sitja á puttunum á mér til að demba ekki þessari spurningu í umræðuna. Ég gat ekki með nokkru móti sett þessa pælingu mína í einhvern vanillubúning og þess utan þá efast ég stórlega um að þessi kona viti svarið. 

Mér dettur samt í hug ein leið til að komast að svarinu.... 

Ummæli

Vinsælar færslur