Typpamyndir

Núna rétt í þessu fékk ég senda óumbeðna typpamynd inni á einkamal.is. Maðurinn, sem er væntanlega eigandi typpissins, er 58 ára gamall. Mér finnst einhvernveginn að það skipti máli, að þetta eigi að eldast af þeim.

Nú varpa ég þessari spurningu út í kosmósið, og væri mjög glöð ef ég fengi svar.
Afhverju senda menn typpamyndir?
Halda þeir mögulega að það kveiki í kvenfólki að fá óumbeðnar typpamyndir?
Eða að þeir eigi meiri séns í hana?
Eða er þetta ein leið til að "troða" sínu inn á konuna, til að sjá hennar viðbrögð, til að meta hvort það sé hægt að troða sér upp á hana með einhverru móti?* 
Hafa þeir svo óbilandi trú á typpinu á sér að bara við það að sjá það þá sé kona til í tuskið? 

Er þetta kannski á hinn veginn. Alveg eins og maður hefur heyrt talað um að feitar konur sýni líkama sinn á stefnumótasíðum og öppum til að ekkert komi á óvart í samskiptunum. Það er þá einhverskonar trygging gegn höfnun, það kemur ekkert á óvart og enginn verður vonsvikinn ef líkamsgerðin er uppi á borðum. 
Eru þá karlmenn sm eru með minnimáttarkennd yfir tippunum á sér að skella þeim fram í upphafi, svo enginn verði vonsvikinn? 


*Einhverntíman las ég að ofbeldismenn geri þetta. Þeir sendi t.d. typpamynd af sér, og meta viðbrögðin hjá konunum. Konur sem að spila með og svara alltaf þegar þeir senda þeim eru álitleg fórnarlömb. Þó
svo svarið sé ekki nema "ojj... þetta er ógeðslegt", þá hafa þeir þarna glugga til að nýta sér. Kona sem yfir höfuð svarar ekki er ekki álitlegt fórnarlamb.
 

Ummæli

Vinsælar færslur