Kvennsi


Ég hitti kvensjúkdómalækni í gær, vegna kvensjúkdómatengdu dóti eins og maður (konur (fólk með píku)) gerir. Ég mætti á svæðið með lista af hlutum til að ræða við hann, persónulegu dóti og til fá faglegt álit og ráðgjöf.

Það kom mér leiðinlega á óvart hve illa hann var að sér í tungutaki leikmanna! Jújú, hann vissi hvað fisting var, en ekki allt hitt sem ég vildi spyrja hann út úr. Vissulega gat hann gefið faglegt álit á því sem ég var að spyrja hann út í, en þarna upplifði ég það sem svo margir kinkverjar tala um; maður lendir í hlutverki fræðara hjá fræðingum.
Ég þurfti til dæmis að útskýra fyrir honum hvað sounding var, en ég var ekki með fræðimannahugtökin á hreinu, svo það var frekar erfitt að finna réttu orðin. Mér tókst samt að gera mig skiljanlega og komst að því að það er mun áhættuminna að gera það við konur en karla! Eins er hætt við að maður fari í gegnum blöðruhálskirtilinn þegar maður er að gera þetta við karla. Það vissi ég ekki!
Enn annað sem hann benti á er að eftir slíka leiki er mikilvægt fyrir konur að gera grindarbotnsæfingar til að styrkja svæðið. Ég vissi það heldur ekki! Fræðilega og faglega gerði hann samt ekki athugasemd við að maður væri í þessum leikjum, svo framalega sem maður færi varlega. En gerir maður það ekki alltaf??

Veit einhver um kinky-kvensjúkdómalækni?

Ummæli

Vinsælar færslur