Nýja dótið

Eins og ég sagði þá hitti ég kvensjúkdómalækni um daginn. Partur af heimsókninni var að taka krabbameinssýni sem hann gerði með þar til gerðum tækjum og tólum. Vegna sögu minnar tók hann vefjasýni en ekki stroksýni. Honum gekk eitthvað klaufalega að ná sýnunum og sagði við mig eitthvað á þá leið að hann vonaði að hann væri ekki að meiða mig. Ég glotti við og sagði að ég hafi nú fengið það mikið verra en þetta. Hann fattaði ekki að brandarann minn, sem mér fannst hálf hallærislegt þar sem ég var búin að játa fyrir honum nokkra þeirra hluta sem ég geri mér til dægrastyttingar.

Eftir heimsóknina kom ég við á pósthúsinu og náði í pakka sem ég átti þar. 

Pakkinn var frá Alla frænda og í honum voru tvö ný leikföng, sem ég vissulega hlakkaði til að prófa. En þegar ég kom heim fann ég að ég var verkjuð og aum eftir heimsóknina til læknissins. Þar af leiðandi var ég ekki tilbúin til að henda mér upp í rúm að prófa nýja dótið. Daginn eftir var mér hreinlega illt þarna niðri eftir lækninn og löngunin til að eiga við þetta svæði var nákvæmlega engin!
Núna, þremur dögum seinna, er ég ekki ennþá orðin góð, svo dótið bíður bara, hlaðið og tilbúið til noktunar. Ég læt það bara bíða eftir mér.

Ég er nú búin að bíða svo lengi eftir þessu dóti að nokkrir dagar til eða frá breyta ekki miklu. Mér finnst mun verra hvað ég ætla að vera lengi að jafna mig.

Ummæli

Vinsælar færslur