Viltu kaffi?

Undanfarið hef ég verið að leika við mann. Í stuttu máli þá hittumst við örstutt á viðburði á vegum félagsins BDSM á Íslandi síðasta sumar. Einhverju síðar fórum við að spjalla á fetlife og þremur mánunuðum seinna kom hann í heimsókn undir því yfirskini að festa krók í loftið í stofunni minni, undir rólustól. Það er alveg dagsatt og rólustóllinn hangir hér beint fyrir framan mig þegar ég skrifa þetta! Hugmyndin á bak við krók í loftið var ekki til að gera eitthvað dónalegt eins og þið haldið pottþétt! En auðvitað má samnýta svona græju.

Maðurinn kom, uppfullur af karlmennsku til að redda bjargarlausri dömu í nauðum. Neyðin var nú ekki meiri en svo að ég er svolítið lofthrædd og finnst vont að standa í tröppum og bora upp fyrir mig. Svo er líka bara ferlega þægilegt að fá einhvern annan í svona verk. Eðlilega var svo látið reyna á krókinn með ýmsum hætti þegar hann var kominn upp og niðurstaðan var sú að hann heldur alveg. Hann heldur mér alveg allavega.

Þessi maður hefur verið reglulegur gestur hjá mér eftir þetta. Venjulega mætir hann á svæðið, við fáum okkur kaffibolla og gerum svo eitthvað skemmtilegt. Stundum þiggur hann meira að segja kaffibolla áður en hann heldur af stað heim aftur.

Ég hef stundum sagt að ég sé undirgefin í eðli mínu. Þó svo að ég geri allskonar, þá líður mér best þegar ég fæ að vera undirgefin og láta af öllum kröfunum sem fylgir því að vera sjálfstæður einstaklingur. Þetta er ekkert leyndarmál, en samt hef ég ekki verið undirgefin mörgum í gegnum tíðina. Þegar ég hugsa til þess þá hef ég dommað miklu fleiri einstaklinga en ég hef subbað fyrir.

Ég hef líka mjög gaman af rútínum og litlum atriðum sem undirstrika hlutverkin. Þegar ég var að leika við einn leikfélagann þá átti ég alltaf að bíða við dyrnar þangað til mér væri boðið inn, þá gekk ég til hans og kraup fyrir framan hann. Þessi litla athöfn stendur alltaf upp úr þegar ég lít til baka á allt okkar samband. Eins var það regla hjá mér að setja sjálf hálsólina á Píslargerpið og taka hana af. Hann mátti ekki gera það sjálfur, og gat það svo sem ekki þar sem hún var fest með lás. Allskonar svona athafnir ýta undir stemminguna og búa til ákveðna dýpt í samskiptin.
 
Aftur að nýjasta leikfélaganum. Frá því að hann mætti fyrst á svæðið hef ég alltaf fært honum kaffi í sama bollanum. Ég á ekki samstæða kaffibolla, svo hver og einn þeirra er einstakur, og ég leyfi mér að velja bolla sem henta fólkinu og stemmingunni hverju sinni. Einhverra hluta vegna var þessi bolli fyrir valinu þegar hann mætti á svæðið fyrst, og ég hef haldið mig við hann síðan.
Það var hinsvegar ekki fyrr en nýlega að ég áttaði mig almennilega á þessu og uppgvötaði í leiðinni að ég drekk ekki lengur úr þessum bolla. Ómeðvitað er ég búin að eyrnamerkja leikfélaganum bollann. Aðrir gestir mega sannarlega drekka úr honum, en ég vel alltaf einhvern annan bolla fyrir mig. Eins passa ég að bollinn sé hreinn fyrir hverja heimsókn leikfélagans. Í þessu fær undirgefna hliðin mín útrás.

Þetta er eitthvað sem ég geri algjörlega einhliða og ég veit ekki til þess að leikfélaginn hafi tekið eftir þessu. En ég finn hvernig undirgefnu strengirnir í mér óma þegar ég finn til akkúrat þennan bolla og helli í hann til að færa leikfélaganum.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hann heppinn! Og þú sömuleiðis

Vinsælar færslur