Af egóum


Ég held að þetta eigi við um flesta, en ég elska það þegar egóinu mínu er strokið svolítið. Mér finnst líka fátt skemmtilegra en þegar einhver er graður í mig. Það er svo algjörlega bezt þegar þetta tvennt fer saman.

Ég hef undanfarin ár spjallað af og til við einn af lesendum bloggsins. Við höfum rætt heimsins gagn og nauðsynjar, en oftar en ekki fer spjallið yfir á grófari brautir.
Hann segir mér reglulega hvað hann langar mikið að ríða mér. Ég segi honum reglulega frá því sem er að gerast í bólfiminni minni, stundum í smáatriðum. Hann verður verulega afbrýðisamur og ég nýt þess í botn! Hann hefur líka sagt mér að hann fíli það lúmskt að heyra hetjusögur mínar af mönnum líðandi stundar. Þess vegna geri ég í því að deila með þeim með honum. Ég vil því trúa því að þetta fyrirkomulag henti okkur báðum ágætlega. Ég held að ég fái mun meira út úr þessu spjalli okkar, þessari þrá hans eftir mér og þeim dásamlegu áhrifum sem það hefur á sjálfið mitt, heldur en kynlífinu sem hann langar svo mikið í.

Ég hef líka vandað mig við að vera mjög heiðarleg við hann og sagt honum að það sé ekki á dagskránni að fara að breyta þessu fyrirkomulagi hjá okkur. Hingað til hefur hann bara sætt sig við það.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Rosalega skil ég vel þennan lesanda, verst að það skuli ekki vera ég 😇

Kveðja
ComputerSaysNo

Vinsælar færslur