Ég á mér fantasíu


Ég veit ekki hversu lengi hún er búin að búa í kollinum á mér, en hún er ekki ný af nálinni. Mig langar pínulítið að vera lánuð öðrum karlmanni, eða karlmönnum, eða jafnvel dómínu. Fyrirkomulagið er ekki alltaf eins og það eru ýmsar útgáfur af þessari fantasíu í höfðinu á mér, en inntakið er það sama. Domminn minn gefur öðrum aðila eða aðilum leyfi til að ríða mér, nota mig eða leika með mig.

Í einni útgáfu gerist þetta þannig að ég er hjá honum og þangað kemur gestur. Það er einhver sem ég þekki ekki. Þetta er greinilega eitthvað sem þeir hafa rætt sín á milli. Þeir ræða málin í smá stund og síðan skipar domminn minn mér að gera eitthvað með hinum aðilanum. Við förum saman afsíðis, eða gerum það fyrir framan hann. Hann gæti tekið þátt sjálfur, eða fylgst með því sem gerist álengdar. Eftir á kveður gesturinn. Allan tímann yrðir gesturinn ekki beint á mig, heldur aðeins á domminn minn.

Í annarri útgáfu segir hann mér að hann sé búinn að lána mig. Hann segir mér til hvers er ætlast, hvernig ég eigi að vera og jafnvel hvernig ég eigi að haga mér. Hann sendir mig svo til þess sem hefur fengið mig að láni. Sá fær að gera það sem hann vill við mig, innan þess ramma sem domminn hefur sett upp. Hvort sem það er BDSM leikur eða kynlíf, hvort sem hann er einn á ferð eða fleiri.

Í þriðju útgáfunni erum við saman í kynlífspartýi eða á kynlífsklúbbi. Hann stjórnar því alveg hver eða hverjir fá að ríða mér á staðnum. Suma samþykkir hann, en hafnar öðrum. Hann gæti verið með eitthvað markmið í huga með þessu, sem ég veit ekki endilega af. Kannski er hugmyndin að sem flestir ríði mér, kannski er hugmyndin að þeir þurfi að vera einstaklega vel niður vaxnir, jafnvel er hugmyndin sú að velja karlmenn sem hann veit að ég laðast ekki að bara því hann segir það.

Í enn annarri útgáfu þá erum við einhversstaðar, og hittum fyrir einhvern sem hann þekkir. Þeir ræða málin, og málin berast að leikfélögum þeirra, og hann kynnir mig til leiks. Þeir fara að ræða um leiki, og hluti sem við höfum gert, í hverju ég er góð og hverju ekki. Ég þarf að sitja undir þessu tali án þess að leggja mörg orð í belg. Vinurinn sýnir þessu mikinn áhuga og annaðhvort biður, eða er boðið að prófa mig. Annað hvort einn síns liðs, eða með domminn minn sem þátttakanda.

Í öllum þessum aðstæðum er ég hlutgerð eign hans sem hann má ráðstafa eins og honum sýnist.

Ég var að ræða þessar hugmyndir við einn spjallfélaga um daginn. Í gegnum spjallið þá áttaði ég mig á einu. Þessi gerð leiks byggir á trausti umfram allt annað. Domminn minn ráðstafar mér eftir sínu höfði, og ég fylgi því eftir. Ég þarf að treysta því að hann leggi ekki á mig meira en ég ræð við, eða setji mig í aðstæður sem eru hættulegar, eins þarf ég að treysta því að hann velji hinn eða hina aðilana af kostgæfni.
Ég þarf að treysta honum, og hann þarf að sýna mér að hann sé traustsins verður. Þannig að í grunninn er leikur af þessu tagi ein risastór traustsæfing. Hún er þó talsvert meira eggjandi en að láta sig detta afturábak og vera gripin af öðru fólki.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Jamm ... held að meiðslin við að vera ekki gripinn þegar maður lætur sig detta afturábak hverfi fljótt en síður ef viðkomandi er ekki traustsins verðugur í þessum leik. Annars hélt ég að allt í sambandi við BDSM væri byggt fyrst og fremst á trausti. Spurning hvar svona skemmtilegur leikur myndi flokkast.

Kveðja
ComputerSaysNo
Prinsessan sagði…
Það er satt að nær allt í sambandi við BDSM byggir á trausti. En traust er ekki af einni stærð. Þú getur treyst aðila til að gera vissa hluti, en ekki aðra hluti.

Þetta tilfelli er kannski traust af annarri gráðu, eða lagskipt traust, þar sem fleira fólk kemur inn í þennan leik. Ég get treyst domminum mínum fyrir því að virða mörkin mín og fara ekki yfir þau. Ég treysti því að hann stoppi þegar ég nota öryggisorðið, og gangi ekki lengra en ég ræð við.
Í svona tilfellum þarf maður að treysta því að domminn segi utanaðkomandi aðilanum/aðilunum frá mörkum manns, og að hann treysti þeim til að virða þau mörk. Þessi leikur felur í sér að maður þarf að treysta ókunnugri manneskju, án þess að hafa vitneskju um það hvort hún sé traustsins verð, maður þarf að að treysta öðrum til að hafa metið það rétt.

Þannig sé ég þetta að minnsta kosti.

Vinsælar færslur