Kveðjustund

Það var kominn tími fyrir mig að fara. Ég gekk til hans og kraup á gólfinu fyrir framan hann í sófanum. Á því augnarbliki hringdi síminn hans. Hann svaraði, og losaði hálsólina af mér annars hugar á meðan hann talaði í símann. Ég hafði hálft í hvoru vonast til þess að hann léti mig bíða þarna á gólfinu á meðan á símtalinu stæði, og tæki svo ólina af mér. Ég var ekki tilbúin til að ganga út úr hlutverkinu og takast á við alvöru heiminn. Mér leið vel þar sem ég kraup fyrir framan hann. 

Ég lagði hökuna á hnéið á honum og lokaði auganum. Ég naut nærverunnar, snertingarinnar við hann og síðast en ekki síst, að vera svona krjúpandi fyrir framan hann. Mér fannst það undirstrika hlutverk mitt gagnvart honum og mér fannst ég vera nákvæmlega þar sem ég átti að vera. Hann lagði höndina á bakið á mér og þessi snerting virtist fullkomna stundina. Heimurinn mátti bíða í smá stund í viðbót. 

Hann lauk símtalinu og strauk mér um vangann. „Þú ert hér enn“ sagði hann mildum rómi. Ég brosti bara og kinkaði kolli. Hann virtist njóta þess að hafa mig þarna sem gerði stundina enn innilegri fyrir vikið. Í smá stund nutum við nærveru hvors annars á þennan frumstæða hátt, þar sem nándin okkar á milli birtist í því að ég leyfði mér að sýna honum undirgefni mína á þennan hátt, og hann kunni að meta það.

Ummæli

Vinsælar færslur