Mín innri rödd

Ég er að nálgast

Ég fékk skilaboðin eins og um var talað. Það er ekki laust við að ég hafi fengið smá fiðring í magann. Allt var komið á sinn stað. Fjórar hálsólar voru í röð á sófaborðinu, jógadýnan var á gólfinu, ég var ný komin úr sturtu, rökuð, hrein og fersk.
Ég vissi ekki alveg hvað ég átti af mér að gera þessar örfáu mínútur sem voru í hann, svo ég settist í sófann með símann við hönd. Um leið og ég heyrði umgang frammi á gangi þá henti ég frá mér símanum og kraup á jógadýnunni. Þetta var í fyrsta skipti sem við vorum með þessa upphafsathöfn heima hjá mér. 

Ég dró andann djúpt og lokaði augunum. Ég fann jógadýnuna undir fótum mér, ég heyrði óminn úr næstu íbúð, og ég heyrði fótatak hans nálgast. Hann opnaði dyrnar og gekk inn, en ég var hreyfingarlaus og beið hans. Hann lokaði dyrunum á eftir sér og læsti. Síðan gekk hann inn í stofuna þar sem ég var. Ég hlustaði eftir hreyfingum hans og fylgdist með honum í huganum. Hann gekk að sófanum og lagði frá sér dótið.

„Hvað ef þetta væri svo ekki hann“ hvíslaði rödd innra með mér, en ég sussaði á hana.

„Hvað ef þetta er bara einhver ókunnugur maður, og þú krýpur bara hér nakin, með lokuð augun og gerir ekki neitt“ hélt hún áfram.

„Þá þyrfti viðkomandi að vita nákvæmlega hvert hann ætti að mæta og hvenær, og það væri varla tilviljun“ svaraði ég sjálfri mér ákveðið í huganum.

„Það gæti samt alveg gerst.... Þessar aðstæður eru kannski ekki heppilegar, þú ættir kannski að kíkja til að vera viss“ þráaðist röddin við.

„Líkurnar á því að einhver ókunnugur maður komi hingað inn á þessu augnarbliki eru stjarnfræðilega litlar. Hættu þessu núna og einbeittu þér. Njóttu þessa augnabliks og ekki sóa því í svona bull“ hastaði ég á sjálfa mig, en bætti svo við „Ég ætla algjörlega að blogga um þetta“.

Ef röddin innra með mér hefði andlit þá hugsa ég að hún hefði glott og ullað svo á mig í mótmælaskini. Hún þagði samt eftir þetta. 

Augnarbliki síðar heyrði ég hann nálgast mig. Hann lagði hálsól í kjöltuna á mér, ég opnaði augun í skamma stund til að sjá hvaða ól hann hafði valið. Síðan tók ég hálsólina upp og rétti hana fram með báðum höndum, til að sýna honum að ég væri tilbúin. Leikurinn var hafinn. 

Ummæli

Vinsælar færslur