Durturinn

Ég man ekki nákvæmlega aðdragandann ef satt best skal segja. Ég var eiginlega út úr heiminum, svífandi á sporbaug um jörðu í vímu þess sem fær þörfum sínum vel fullnægt. Sub-space er þetta nefnt. Ég hef ekki fundið gott og þjált íslenskt orð yfir þetta. 

Nema hvað, ég sat klofvega yfir honum, hann kyssti mig létt á öxlina og svo fann ég fyrir tönnunum á honum þar sem hann beit mig. Jafn harðann sleppti hann takinu með þeim orðum að þetta væri ekki réttur staður. Hann horfði andartak á mig og vitist velja staðinn gaumgæfilega. Síðan sökkti hann tönnunum í herðarnar á mér. Ég greip andann á loft þar sem sársaukinn undan biti hans heltók mig. Ég beit á jaxlinn sem best ég gat en kveinkaði mér þó þegar hann beit bara enn fastar. Þegar hann var búinn að ljúka sér af sleppti hann mér og ég lagðist í fangið á honum. Ég velti þessu athæfi ekki meira fyrir mér þá stundina. 

Það var svo ekki fyrr en ég var að klæða mig í brjóstahaldarann morguninn eftir að ég áttaði mig á því sem hann hafði gert. Hann hafði valið staðsetninguna eftir því hvar hlýrinn á brjóstahaldaranum mínum var venjulega. Þegar ég dró hlýrann á sinn stað fann ég vel fyrir eymslunum eftir bitið. Ég horfði á hann og muldraði "Bölvaður durturinn þinn!" Hann bara glotti og virtist nokkuð hreykinn af sér.

Í einhverja daga á eftir var ég minnt á þennan leik í hvert skipti sem ég klæddi mig í brjóstahaldarann, og meira að segja stundum þess á milli. 

(Ég ætla samt ekki að neita því að ég fíla það... en ekki segja neinum, það gæti komið mér í koll)

Ummæli

Vinsælar færslur