Smáu skrefin

Við eigum leik eftir nokkra daga og ég er strax farin að hlakka til. Ég er farin að hlakka til þess að koma inn til hans, afklæðast og krjúpa á gólfinu hjá honum. Ég hlakka til þess að finna dýnuna undir mér, loftið leika um nakinn líkama minn, og hugann tæmast af skyldum daglegs lífs. Ég hlakka til að fá tækifæri til að taka mér þann tíma sem ég þarf og leyfa mér sökkva niður í undirgefið hugarástand áður en ég býð honum að taka stjórnina algjörlega.


Við höfðum rætt málin um einhverskonar venjur eða athafnir sem tákna upphaf og endi leiks. Ég hef oft stuðst við hálsólina þegar kemur að þessu. Drottnandi aðilinn setur alltaf hálsólina á þann undirgefna, og fjarlægir hana sjálfur. Þannig að hálsólin táknar upphaf og endi leiks. Í þetta skiptið langaði mig að taka það lengra, eða formlegra.

Hann kom með þá hugmynd að þegar ég mæti til hans aflæðist ég, krýp á þar til gerðum stað og rétti fram hálsólina með báðum höndum. Hann kemur svo og setur hana á mig.

Við höfum gert þetta núna þrisvar sinnum með góðum árangri. Ég hef samt alltaf verið að drífa mig þegar ég kem til hans, áfjáð í að þóknast honum og ég hef ekki gefið mér sjálfri leyfi til að njóta þessarar stundar. Þegar ég er komin á minn stað bíð ég alltaf spennt og óþreyjufull eftir því að hann taki ólina úr höndnum á mér og setji hana á mig.

Núna síðast lagði ég til smá breytingu á þessari athöfn, þannig að þegar ég er kropin á dýnuna get ég tekið mér smá stund til að komast í rétt hugarástand, áður en ég rétti fram ólina. Þegar ég geri það veit hann að ég er tilbúin. Hann hugsaði þetta í smástund og samþykkti þessa tillögu svo. Þannig að í næsta leik verður þetta svona og ég er strax farin að hlakka til.

Í BDSM heiminum er talað um samninga. Fólk semur leikreglur fyrir leik. Hvað má, hvað ekki o.s.frv. Mér hefur fundist umræðan vera á þá leið að það er samið fyrir leik, eða í upphafi sambands, og svo standi hlutirnir óhreyfðir. Það er hinsvegar alls ekki þannig.

Við höfum við verið að semja okkar reglur núna í mánuð, allt í mis smáum skrefum og það er jafnvel langt á milli þess að við ræðum um þetta. Ég bjó til google skjal með mínum tillögum, sem við svo bætum í og breytum eftir þörfum. Við það bætast svo þessar athafnir og þær venjur sem myndast svo til ósjálfrátt eftir því sem hittingum fjölgar. Þessi leið hentar mér ágætlega.

Gerir ekki einmitt margt smátt, eitt stórt?

Ummæli

Vinsælar færslur