Brjóst

Ég var að vafra um fetlife eins og svo oft áður, þegar það blasir við mér kunnuleg sjón. Brjóst. Brjóst sem ég kannaðist óþægilega mikið við. Brjóst, sem voru ískyggilega lík mínum eigin.
Ég horfði vel og lengi á myndina, ég skoðaði hana gaumgæfilega, ég horfði á lögun brjóstanna, hvernig geirvörturnar stóðu út í loftið, hvernig ljós og skuggar dönsuðu um húð brjóstanna. 

Ég vissi að þetta voru ekki mín eigin brjóst, þau voru samt eiginlega alveg eins og mín. Tilfinningin var mjög skrítin, hálfpartinn eins og að líta í spegil eða sjá nærmynd af sér sem maður vissi ekki hafi verið tekin og svo hálfpartinn eins og.... ja.... einhver hafi "stolið" brjóstunum mínum og notað þau sem sín eigin. 

Eðlilega hefur enginn stolið brjóstunum mínum, þau eru ennþá á sínum stað. Það er samt rosalega furðulegt að hugsa til þess að brjóstin mín eiga sér tvífara einhversstaðar úti í hinum stóra heimi. 

Ummæli

Vinsælar færslur