Traust í tárum

Hingað til hefur grátur verið merki um að leikurinn hafi gengið of langt og það sé tímabært að stoppa, og það ekki seinna en núna. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir í gegnum tíðina að ég hef farið að gráta í leik, og í öll skiptin var leikurinn stoppaður um leið. Stundum alveg en stundum héldum við áfram seinna. Það hefur alltaf verið skýrt hjá mér að grátur jafngilti öryggisorði og þá ætti að stoppa. Það var líka þannig í upphafi hjá okkur.

Tvisvar þurfti að stoppa leik af því að hann fór yfir sársaukamörkin mín og ég fór að gráta undan höggum hans. Í bæði skiptin tók hann mig í fangið á meðan ég jafnaði mig. Hann pressaði ekki á mig, heldur beið þolinmóður þangað til ég var tilbúin. Í seinna skiptið sagði hann mér að honum langaði að láta mig fara að gráta í leik og ekki stoppa. Ég skal viðurkenna það að ég var alls ekki tilbúin í þesskonar æfingar þá og hlakkaði alls ekki til þess þegar að því kæmi. Ég vissi samt að það myndi koma að því með tíð og tíma.

Þannig að þegar ég kraup á gólfinu fyrir framan hann, þar sem hann stóð fyrir aftan mig og sló ákveðið á brjóstin á mér þá stoppaði ég hann ekki.
Ég greip um brjóstin á mér þegar stingandi sársauki högganna var farin að segja til sín, en ég stoppaði hann ekki.
Hann tók hendur mínar ákveðið af brjóstunum, og setti þær fyrir aftan bak og klemmdi saman fæturna þannig að ég gat ekki varið mig. Ég vissi hvað kæmi svo, en ég stoppaði hann ekki.
Ákveðin högg lentu taktfast á sitthvoru brjóstinu. Ég kveinkaði mér og mótmælti, en ég stoppaði hann ekki.
Ég fann hvernig sársaukinn byggðist upp með hverju höggi, ég kveinaði af sárasuka og baðst vægðar, en ég stoppaði hann samt ekki.
Ég fann hvernig múrarnir brustu, en ég stoppaði hann ekki.
Ég fann tárin brjótast fram og andardráttinn fyllast af ekka, en ég stoppaði hann ekki.
Ég var farin að gráta þar sem ég var klemmd á milli lappa hans, á meðan hvert stingandi högg á fætur öðru lenti á brjóstunum á mér, en ég stoppaði hann ekki.
Þá stoppaði hann sjálfur.
Hann hallaði sér yfir mig og kyssti mig. Í gegnum óreglulegan andardrátt minn heyrði ég hann segja þetta eina orð: Dugleg!

Ég tók þá ákvörðun að fara alla leið, að stoppa hann ekki þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi ekki halda lengi út stingandi sársaukann. Ég ákvað að fara yfir mörkin og út fyrir eigin þægindaramma. Ég hef aldrei gert það áður og hann vissi það.
Ég hefði ekki gert það nema fyrir það traust sem ég ber til hans. Eins og ég sagði þá hafði ég áður farið að gráta í leik með honum, í bæði skiptin brást hann alveg hárrétt við. Ég hef oft stoppað hann í leik og undantekningarlaust hefur hann stoppað um leið. Ég vissi allan tímann að ég gæti stoppað hann og ég vissi að hann myndi taka mig í fangið og leyfa mér að jafna mig. Sú vissa gerði það að verkum að ég var tilbúin til að ganga lengra en ég hef gert áður.
Ég hugsa að ég bæri ekki þetta traust til hans nema af því við höfum rekið okkur í vörðurnar, leikir hafa krassað, mistök hafa átt sér stað og lífið hefur sett sitt mark á dagsformið þannig að það sem gekk svo vel upp einhverntíman fór gjörsamlega til fjandans næst þegar það var prófað. Þessir hnökrar hafa sýnt mér þann mann sem hann hefur að geyma og ég veit að ég get gefið eftir, ég veit að ég get látið múrana falla og ég veit að ég get grátið hjá honum. Hann virðir mig og mínar tilfinningar, og gefur mér bæði rými og hlýjan faðm ef ég þarf á því að halda.

Ummæli

Vinsælar færslur