Pakkamerkingar

Ég er búin að vera að díla við svolítið kaupæði. Ég á ekki nema eina sex pakka á leiðinni til mín, þar af eru þrír ætlaðir perraskap og kinki. 

Ég fékk tilkynningu í morgun um að mín biði pakki í póstboxi. Galvösk mætti ég á svæðið og náði í pakkann. Ég vissi svosem alveg hvað var aðkoma, en þegar ég las utan á pakkan var innihaldið "barnaleikföng". Já.... Nei... eiginlega alls ekki. Börn mega alls ekki leika sér að þessu, enda var þetta meðal annars uppblásanlegt gag, sem hæglega gæti drepið einhvern ef óvarlega er farið. Varla fara þeir samt að merkja innihald pakkans með því?! Uppblásanlegt gag og píkuklemma.

Ég er allavega svolítið fegin að liðið hjá póstinum haldi að ég sé að panta barnaleikföng af AliExpress, á meðan ég er að panta fullorðinsleikföng í stórum stíl. 

Ummæli

Vinsælar færslur