Heimkoman

Við komum heim til hans eftir partýið. Ég var voðalega fín, í víðri hálf gegnsærri skyrtu, og gegnsæju undirpilsi og svo í korsetti utanyfir, allt svart. Svartar sokkabuxur og eldrauðir háhælaðir skór.

Þegar ég gekk inn í stofuna sá ég dýnuna á gólfinu. Dýnuna sem ég krýp venjulega á þegar við byrjum að leika. Löngunin helltist yfir mig, þannig að ég ákvað að láta undan og kraup fallega á dýnunni í partýgallanum.
Ég skal alveg játa það að mér fannst ég vera voða flott þarna og mér leið sannarlega vel. Korsettið undirstrikaði línurnar  og studdi þægilega við mig, og pilsið breiddist út yfir dýnuna. Þegar hann kom inn í stofuna horfði hann á mig í örskotsstund og sagði svo "já, er það?!" Þar sem ég var þegar komin hálfa leiðina í subspace brosti ég bara og kinkaði kolli. Hann lét ekki segja sér það tvisvar og náði í hálsólina mína. 

Þetta augnarblik, þegar hann kemur aftanað mér og setur hálsólina þétt um hálsinn á mér áður en hann festir hana, það er eitthvað við það. Það er eitthvað svo... rétt. Og gott. Hann settist á hækjur sér fyrir aftan mig og ég fann leðurbuxurnar hans sitthvoru meginn við mig. Ég virkilega naut nálægðarinnar við hann. Ég naut þess að upplifa mig litla, varnarlausa og góða, og hann stóran, sterkan og ákveðinn.
Það veitti mér ákveðinn frið og ró, mér fannst ég vera akkúrat þar sem ég átti að vera, og hvergi annarsstaðar. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mikið ertu heppin að hafa fundið þinn stað. Ég sjálfur er ekki á sömu línu og þú þó svo að ég hafi gaman af að lesa þínar hugsanir, langanir, þrár og pælingar.

Vinsælar færslur