Harðsperrur

Eitt laugardagskvöldið var ég bundin við stofuborðið heima hjá mér. Hendur fyrir ofan höfuð, læri við borðfætur, svo ég gat ekki sett fætur saman, öklar voru bundnir við sömu borðfætur, svo ég gat ekki varið mig eða hindrað aðgang með nokkru móti. Hann batt meira að segja í hálsólina, svo ég gat heldur ekki reist mig upp. Í ofanálag var ég með bolta-kefli í munninum og grímu fyrir augunum, svo ég gat hvorki talað né séð. Það var geggjað. Eftir smá fitl, fikt, og allskonar skemmtilegheit þá lét hann mig liggja þarna á borðinu heillengi. Ég vissi að það var heillengi, því hvert lagið á fætur öðru kláraðist í spilaranum. Ég var samt ekki búin að fá nóg og þrátt fyrir að það var ekkert í gangi þannig lagað (nema tónlistin) þá var ég alls ekki tilbúin til að vera losuð úr prísundinni. 

Eftir rúman klukkutíma af legu þarna á borðinu losaði hann mig, og án þess að taka af mér grímuna né bolta-keflið leiddi hann mig yfir að sófanum og tók mig í fangið. Ég naut þess að liggja í fanginu á honum, ekki ennþá lent á jörðinni eftir leikinn. Eftir smástund tók hann af mér grímuna og bolta-keflið. Ég gat bæði séð og tjáð mig, þó talstöðvar heilans væru ekki ennþá komnar í samband. Það sem eftir lifði kvöld var ég í fanginu á honum og við gláptum á imbakassann. Þetta kúr er einn besti parturinn af leiknum.

Daginn eftir var ég með svakalegar harðsperrur! Meiri harðsperrur en ég man eftir að hafa fengið. Í kjálkanum!! Harðsperrurnar komu mér algjörlega í opna skjöldu. Góðan part af deginum náði ég hreinlega ekki að opna munninn almennilega. Það er pínulítið asnalegt að reyna að borða samloku án þess að opna munninn mikið. 

Þrátt fyrir pínlegar harðsperrur á ólíklegustu stöðum myndi ég bóka mig aftur í svona leik á nóinu. 

Ummæli

Vinsælar færslur