Stuð

Það er óþægilega hljóðbært heima hjá mér. Þegar ég er frammi á stigagangi get ég hlerað samtölin sem eiga sér stað á efri hæðinni án þess að leggja eyrun við. Það getur verið svolítið óþægilegt, og ég geri mér grein fyrir því að ef það heyrist svona mikið úr íbúðinni fyrir ofan mig, þá hljóta þeir íbúar að heyra hvað gerist á mínu heimili þegar þeir standa í stigaganginum. Þess vegna hef ég vanið mig á að setja stóra þráðlausa hátalarann rétt fyrir innan dyrnar hjá mér þegar von er á gestum, og hef haft hann frekar hátt stilltan. 

Eitt skiptið sem oftar, þegar leikfélaginn kom í heimsókn, var hátalarinn á sínum stað. Í spilun voru gamlir gullmolar, ólíkt okkar venjulega leik-spilunarlista, sem inniheldur frekar þunga og textalausa tónlist. Leikurinn fór um víðan völl, en megnið af tímanum var ég bundin á borðstofuborðinu á meðan hann píndi mig á einn eða annan hátt. Þetta skiptið var ég bæði með kefli í munninum og meðvituð um að nágranni minn væri heima, þannig að ég passaði mig að missa mig ekki í óhljóðum. Nokkru eftir leikinn tók ég upp símann minn. Á skjánum voru skilaboð frá nágrannanum: 

Erum við í stuði :p

Ég roðnaði og blánaði við að lesa þessi örfáu orð. Ég fór að velta því fyrir mér hvort, þrátt fyrir allar ráðstafanir, hann hafi heyrt allt sem fram fór.
Það væri örugglega ekki í fyrsta skiptið en mér finnst það samt óþægileg tilfinning.
Ég velti þessi fyrir mér nokkra stund, áður en ég áttaði mig á því að tónlistin sem ómaði um íbúðina, og stigaganginn, væri alveg þessleg að það gæti verið gleðskapur hjá mér. Ég andaði smá léttar.
Á efri hæðinni eru oft partý með drykkju og tónlist langt fram á nótt. 

Ég ákvað að nágranninn hafði verið að gefa það í skyn að sig langaði að kíkja í partýið sem hann hélt að væri hjá mér á neðri hæðinni, frekar en að gera athugasemd við leikinn sem átti sér stað.  

Ummæli

Vinsælar færslur