Nekt í kvennaklefanum

 Ég átti gott samtal við samstarfskonu mína þar sem við vorum að ræða félagsleg norm á milli ólíkra menningarheima. Hún minntist á konu eina sem fór að spjalla við hana í búningsklefanum í sundi, þar sem að hún var að koma úr sturtu og stóð nakin fyrir framan handklæðarekkann, en konan sjálf var að koma inn í búningsklefann íklædd sundbol. 

Þegar hún sagði þetta þá kviknaði upp fyrir mér ljós. Þetta er bannað. Það er óskrifuð regla sem allar íslenskar konur kunna, þú gefur þig ekki á tal við ókunnugugar konur í sturtunni í búningsklefanum í sundi. Frá því að maður leggur frá sér handklæðið í handklæðarekkann (jafnvel fyrr), þangað til maður er kominn úr sturtunni íklæddur sundfötum, þá talar maður ekki við ókunnuga og alls ekki um daginn og veginn. Það er dónaskapur. Ég veit ekki afhverju, en það er svoleiðis. 

Eins og þessi samstarfskona mín benti á, þá var hún sjálf nakin á meðan konan var ennþá í sundfötunum. Það er líka óviðeigandi og þar er komið ákveðið valdaójafnvægi. Nakta konan er einhvernveginn í viðkvæmari stöðu en sú sem er klædd. Þetta er annað sem ég hafði ekki áttað mig á, en þegar hún benti á þetta þá er þetta alveg rétt. 

Stundum er það ekki fyrr en einhver brýtur normið að við áttum okkur á því að þau eru til staðar yfir höfuð. 

Hvernig er þetta í karlaklefanum? 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég get bara talað fyrir sjálfan mig. Mér þætti ekkert tiltökumál þótt komið yrði að máli við mig stæði ég nakinn en spyrillinn kappklæddur í klefanum. Ég skil samt að einhverjum þætti það óþægilegt. Væri fróðlegt að vita hlutfallið.

Vinsælar færslur