Boltaleikur

Samskipti eru allskonar. Þau eru flókin og oft erfið, og yfirleitt ofmetum við það hversu vel við komum hlutunum frá okkur og verðum pirruð þegar hinn aðilinn áttar sig ekki á dýptinni sem liggur á bak við orðin. 

Oft má líkja samskiptum við boltaleik, eða réttara sagt, að kasta bolta á milli. 
Til að leikurinn gangi upp þarf boltinn að ganga á milli. Annar aðilinn þarf að kasta boltanum til hins aðilians, sá verður að grípa boltann og kasta honum til baka. Einfalt, ekki satt? 

Maður kastar boltanum með því að spyrja spurninga eða brydda upp á áhugaverðu umræðuefni. Hinn aðilinn grípur boltan með því að svara spurningunni eða segja sína skoðun á umræðuefninu. Svo skiptir máli að kasta boltanum til baka. Það er gert með því að koma hlutunum þannig frá sér að það er eðlilegt að bregðast við þeim. Bein spurning er auðvitað best, en alls ekki alltaf viðeigandi. Svo verða báðir aðilar að leggja sig fram við að halda boltanum gangandi. Þannig sýnir maður viðkomandi áhuga og á vissan hátt virðingu. Merkilegt nokk þá eru ekki allir góðir í þessum boltaleik og margir nenna ekki að leggja neitt á sig.

Á þessum öppum og síðum þar sem fólk kynnist og sendir skilaboð á milli finnst mér tilhneigingin vera sú að menn fylgja spjallinu ekki eftir. Jújú, það má segja að þeir kasti boltanum til baka, en þeir kasta honum laust og gera það erfitt að grípa hann og kasta til baka. Þeir gera það með stuttum svörum og yfirborðskenndum spurningum. Þar sem ég nenni ekki að bera spjallið uppi þá deyr það yfirleitt hratt og örugglega í þessum aðstæðum.
 
"Hvað á að gera í kvöld?"
"Ég hugsa að ég eyði kvöldinu í að hlusta á hlaðvarp og ráðast á þvottafjallið" 
"já, ok, spennandi" (hérna hefði verið svo auðvelt að spyrja um hvaða hlaðvarp og halda þannig boltanum gangandi)

Svo eru sumir sem taka á móti boltanum, sprengja hann og grýta honum í jörðina. Kannist þið ekki við svoleiðis? Maður sendir áhugaverð skilaboð með nógu efni til að halda áfram og gera spjallið dýpra eða innilegra, eða maður leggur eitthvað í sölurnar, gengur lengra en venjulega, ögrar eða daðrar, og viðkomandi aðili svarar með einu orði. 

"Ég er hrikalega mikið á þörfinni núna og langar fátt meira en að liggja nakin í rúminu á meðan þú notar mig á hvern þann máta sem þig lystir" 
"Gaman" (Já, ekki spurning, og ætlaru ekkert að gera í því? Ég ætla ekki að þröngva mér upp á þig og ef þú hefur ekkert meira til málanna að leggja þá hef ég engu að bæta við)

Stundum er boltaleikurinn hinsvegar mjög skemmtilegur og gefandi. Þar sem maður bíður spenntur eftir svari og viðbragði við skilaboðum og getur ekki beðið eftir að halda áfram.
Því miður virðist þetta vera deyjandi list, og þar langar mig að kenna tækninni um. Kannski er það bara raunin að ég er orðin gömul og allir orðheppnu m
ennirnir eru giftir eða ekki búnir að skilja.
Sem sagt: ekki á lausu. 

Ummæli

Vinsælar færslur