Ég er gröð

Ég er búin að vera gröð í einhverja daga núna. Það er ekki altumlykjandi og yfirgnæfandi gredda, eins og svo oft áður, heldur er það djúpur undirtónn sem hummar í bakgrunninum. Þegar dauðu stundirnar dúkka upp finn ég það. Það er þessi tilfinning í klofinu. Það nær því ekki að vera seiðingur eða fiðringur, en það er ákveðin næmni sem kallar á snertingu, akkúrat þar. Það er líka léttur fiðringur út í brjóstin. Ekkert æpandi, en það væri ó svo gott ef þau væri snert og klipin svolítið. 
Ég er ekki það gröð að ég vilji stunda sjálfsfróun í gríð og erg, en sú hugmynd hefur hvarflað að mér. Einhverra hluta vegna kemur egg eða titrari upp í hugann þegar ég hugsa um að fara að fróa mér...

Í sannleika sagt, þá er bara það mikið að gera hjá mér og næðið það lítið að ég læt alla svona handavinnu bíða betri tíma. Þangað til nýt ég þess að finna að ég er sannarlega kynvera. 

Ummæli

Vinsælar færslur