sambands-plantan

  Ég elska myndlíkingar og nota þær mikið. Núna áðan var ég að ræða um sambönd við einn góðan vin. Ég sagði við hann um það að í dag sæi ég samband sem sjálfstæða einingu, það er eitthvað sem myndast á milli tveggja (eða fleiri) einstaklinga. Sambandið er ekki einstaklingarnir sem mynda það, heldur myndast það með samskiptunum þeirra á milli.

Það má líkja því við plöntu. Fyrst er fræinu sáð og með næringu nær það að skjóta rótum, þroskast og vaxa, og verða að alvöru plöntu. Það gerist með góðum og innihaldsríkum samskiptum og samverustundum, þar sem báðir (allir) aðilar leggja sitt af mörkum. En við hver samskipti þá annað hvort vex og dafnar plantar eða hún dalar. Það er í höndunum á einstaklingunum sem mynda sambandið að viðhalda því. Sambandið snýst ekki endilega um fólkið sem er í því, heldur snýst það um sameiginlegu stundirnar, tímann sem fólk ver saman og hvernig því líður í návist hvers annars. 

Ég vil allavega horfa svoleiðis á sambönd, hvort sem það eru fjölskyldu-, vina-, eða ástarsambönd. Sambandið er aldrei meira, traustara eða innilegra en það sem fólkið leggur í það. Mikill samvera gerir ekki endilega samband gott, heldur er það traust og skilningur, tengsl, skýrar væntingar og skýr mörk. Að hlusta af athygli og leggja sig fram við að skilja hinn aðilann (eða hina aðilana) er jafnan færsæl nálgun, og það er eitthvað sem við öll ættum að geta gert. Auðvitað þarf það að ganga á báða bóga. 

Þegar maður upplifir að einhver skilur mann finnur maður sterkari tengsl við þann aðila, og til að skilja þarf að hlusta og spyrja réttu spurninganna. Til þess þarf samskipti.
Þetta er ekki svo flókið, því þegar öllur er á botninn hvolft þá elskar fólk að tala um sjálft sig, þannig að það þarf bara að hlusta af athygli. 

Samskipti eru lykillinn að svo svo mörgu. 

Ummæli

Vinsælar færslur