Klemmur

Eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir þá finnst mér klemmuleikir mjög skemmtilegir. Hvort
sem það á við um að setja klemmur á einhvern, eða fá klemmur á mig. Hinsvegar er ég óttaleg kveif, og þoli illa mjög stífar klemmur. Til að mynda er bannað að setja clover-klemmur, eins og þessar á myndinni, á geirvörtur mínar. Ég skal samt með glöðu geði setja þær á annarra manna geirvörtur.

Endur fyrir löngu datt ég niður á dásamlegar klemmur. Þær voru í plasti og komu í öllum regnbogans litum. Þær bitu alls ekki fast svo meðal jóninn gat haft þær á sér lengi lengi lengi (sem gerir það að verkum að það er þeim mun sársaukafyllra að taka þær af). Í bónus voru þær hræ-ódýrar og fengust í einni af þessum ódýru búðum sem voru fullar af allskonar mis-gáfulegu dóti, og gæðin svo sem eftir því. Búðin er löngu hætt og ég hef ekki séð svona klemmur síðan. 

Nema hvað, ég ákvað í bríeríi að panta mér samskonar klemmur frá Alla frænda. Ég eyddi kaffipásunni í vinnunni í það verkefni. Það er smá skrítið að vera að skoða þvottaklemmur á netinu og halda varla vatni yfir sumum hverjum. Þegar ég svo gekk frá pöntuninni fékk ég fiðring um kroppinn og fiðrildi í magann við tilhugsunina um komandi klemmuleiki. Meira að segja núna þegar ég skrifa þetta finn ég kítl fram í brjóstin og seiðing á sumum stöðum. 

Heilinn í okkur er svo magnað fyrirbæri. Hann gerir allskonar teningingar á milli hluta, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Honum finnst ekkert sjálfsagðra en að klemmur séu sexý og hegðar sér því eftir því. 

Ó, hvað ég hlakka til!! 


Ummæli

Vinsælar færslur