Tinder og tíðarhringurinn

Tvennt af þessu átti við í gær þegar ég opnaði appið og fór að skrolla. Ég sópaði til vinstri og hægri eins og enginn væri morgundagurinn. Þangað til einn guðdómlega fallegur birtist á skjánum. Ég skoðaði hann gaumgæfilega en endaði á að sópa honum til vinstri. Það helltist nefnilega yfir mig sú tilfinning að hann væri hættulegur og ég ætti ekki að hitta hann. Ég hjó eftir þessu hjá mér.
-Í fyrsta lagi þá er ekkert sem segir að fallegur gaur á tinder sé beinlínis hættulegur af því að hann setur sig í einhverjar stellingar á myndunum sínum.
-Í öðru lagi þá kannast ég ekki við að upplifa þetta svona. Gaurar á tinder eru annaðhvort heitir, sætir, heillandi eða bara ekki fyrir mig (eða einhver blanda af þessu). Ég hengi yfirleitt ekki einhverjar sérstakar tilfinningar við þá.
Mig rámaði þá eitthvað í að þetta gæti tengst tíðarhringnum, og ég hugsaði að sennilega væri ég að nálgast blæðingar. Mig minnir nefnilega að konur sæki frekar í "góðu gaurana" í kringum blæðingar en "vondu strákana" í kringum egglos.
Eftir smá leit á google komst ég að því að það var ekki endilega málið. Konur draga marktækt úr hegðun sem getur talist áhættusöm eða hættuleg í kringum egglos. Á sama tíma eru konur graðari í kringum egglos. Þetta gæti skýrt hvort tveggja; að ég var að sópa á tinder og fannst þessi tiltekni dúddi eitthvað hættulegur.
Ummæli