Virkar þetta?

Ég átti örstutt spjall við einn á tinder. Útlendingur sem kemur til Íslands vegna vinnu reglulega. Áður en spjallið fór eitt eða neitt þá spurði ég hann hvenær hann væri á svæðinu. Í ljós kom að ég er bundin í báða skó þegar hann er á landinu. Dæmið myndi einfaldlega ekki ganga upp, svo við vorum ekki að eyða meiru púðri í það. 

Samt, svona í blálokin þá spurði hann hvort ég vissi um einhverja sem væri til í að hitta hann. Ég varð svolítið hvumsa. Nei, ég vissi ekki um neina (og ég ætlaði ekki að fara að spyrja allar konur sem ég þekkti hvort þær hefðu áhuga á að hitta einhvern dúdda sem ég hafði spjallað við í smástund á tinder).
Ég spurði hann svo hvort að þessi taktík virkaði einhverntíman. Þetta er sko ekki í fyrsta skipti sem ég fæ svona spurningu. Svo virðist ekki vera, því hann svaraði: Ég veit það ekki. Hef ekki prófað fyrr en núna, en ég vil ekki missa af tækifæri til að kynnast góðum rekkjunaut.

Pssst.... ég held að þessi taktík virki ekki. Endilega segið mér ef þið vitið af öðru. 

Ummæli

Vinsælar færslur