Kenndu mér að kyssa rétt

Ekki alls fyrir löngu sagði gamall og góður fyrrum leikfélagi við mig, "Það er eitt sem ég var að hugsa, en ég veit ekki hvort þú verðir móðguð við mig eða ekki ef ég segi það". 

Eðlilega vakti þetta forvitni mína og auðvitað vildi ég vita meira. Hann sagði þá að ég væri ekki með neitt svakalega þykkar varir. Jú, það er rétt hjá honum, ég er heldur ekki með eitthvað svakalega þunnar varir. Held að ég sé meðl meðal stórar varir á meðal íslenskum kvenmanni. Svo bætti hann við "en þú kyssir alveg fáránlega vel". 

Það fóru nettar brosviprur um varir mér þegar hann sagði þetta, enda elska ég hrós af þessu tagi. Það er líka er unaðslega gott að kyssast, að þrýsta vörunum upp að einhverjum öðrum, finna mýktina, unaðinn. Jafnvel leyfa tungunum að daðra hvora við aðra. Kossar út af fyrir sig eru æði!

Fyrir utan að vera unaðslega góðir og kynæsandi, þá eru þeir víst líka hollir og styrkja ónæmiskerfið. Hver vill það ekki? 

Ummæli

Vinsælar færslur