Ég féll í grifju

Ég var að hlusta á Deb, sem er breskur sálfræðingur sem heldur reglulega spjall-hittinga á zoom og ræðir allskonar við áheyrendur. (Ég mæli mikið með því að mæta eða horfa á upptökur á youtube.) Að þessu sinni var hún að tala um að vera einhleypur í heimi þar sem venjan er að fólk eigi maka. Undir lokin fór hún að tala um þá grifju sem einhleypir falla stundum í, það er að þeir frói sér alltaf eins, á þann hátt sem virkar best og hraðast fyrir þau. 

Mér finnst það liggja í augum uppi að auðvitað fróar maður sér á þann hátt sem virkar best. Hins vegar vissi ég hvað hún var að fara með þetta. Stuttu seinna bætti hún við að fólk ætti það til að festast í því. Það er að segja, að fá ekki fullnægingu öðruvísi en nákvæmlega eins og það fróaði sér alltaf, því það væri þannig sem heilinn væri búinn tengja þetta. Aðrar stellingar, önnur tæki, eða aðrar aðferðir myndu þá hætta að virka. Það er ekki kúl. 

Já, ég tengi, og ég tengi hart. Ég fæ það helst alltaf bara á sama mátann. Á bakinu, með fætur glennta í sundur, með fingur á sníp og eitthvað í píkunni. Ég get að vísu fengið það bara með því að örva snípinn, hitt er bara betra. Ég á erfitt með að fá það öðruvísi. Það er ekki þannig að það gerist ekki; ég man eftir því að hafa fengið það krjúpandi í hægindastól í fyrrasumar, og það kom mér verulega á óvart, en það er mjög sjaldgæft. 

Ég tók þessi orð Deb svolítið til mín. Ég held að ég ætti jafnvel að fara að æfa mig. Fara að fróa mér á fjölbreyttari vegu, í mismunandi stellingum, með misnunandi tólum, og kannski með mismunandi aðferðum. 

Allar hugmyndir vel þegnar!

Ummæli

Vinsælar færslur