Skortdýrið

Þessa dagana argar skortdýrið innra með mér. Það fóðrast á óuppfylltum löngunum, væntingum, öfund og sjálfsvorkun. Það einblýnir á allan þann skort sem maður gæti verið að upplifa, raunverulegan eða hugrænann. Eftir því meira sem maður hugsar um það sem maður ekki hefur, en langar í, þeim mun stærra verður skortdýrið.  

Mig skortir athygli, spennuna, leiki og dópamín kikkið sem fylgir því. Mig skortir hrósið, að finna að öðrum finnist ég áhugaverð, skemmtileg og eftirsóknarverð.

Á sama tíma og skortdýrið argar sussa ég á það. Það virkar ekkert alltaf, en það dregur úr mætti þess. Skortdýrið getur ekki grenjað yfir óuppfylltum draumum þegar ég er ekki að vinna í því að fá þá uppfyllta.

Í gegnum árin hef ég nefnilega lært það að það gerist ekki neitt ef maður gerir ekki neitt. Drauma leikfélaginn birtist ekki bara óvænt fyrir utan dyrnar, þó svo ég væri afskaplega mikið til í það. 

Nema hann sé kannski gaurinn hjá póstinum sem ber út pakkana. Hann birtist oft óvænt fyrir utan dyrnar hjá mér.  

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég sé eftirfarandi möguleika:

1) gera ekki neitt, halda áfram að sussa
2) Gera eitthvað...

Er ekki að koma sumarfrí, og þá er hægt að gera eitthvað?
Prinsessan sagði…
Planið er að sussa og láta sig dreyma fram í byrjun september. Það er ekkert sumarfrí á þessum bæ.

Spurning hvernig staðan verður þá. Kannski verður skortdýrið tekið yfir? Kannski verður það keflað og hlekkjað í kjallaranum og nær þar af leiðandi ekki að trufla.
Nafnlaus sagði…
Hljómar sem plan :)

Vinsælar færslur