Eftir stefnumótið

Ég mætti á svæðið, ætlaði mér að vera mjög tímanlega, enda finnst mér betra að vera á undan og velja sæti og fylgjast með þegar deitið kemur. Nema hvað, ég var rétt sest þegar kauðinn mætir. 
Við spjöllum svolítið en fljótlega átta ég mig á því að við eigum sennilega ekki samleið. 

Einhvernveginn tókst mér ekki að tengja við hann í gegnum spjallið, sem var um daginn og veginn og sameiginleg áhugamál. Það vantaði eitthvað upp á.
Sennilega erum við bara ekki á sömu bylgjulengd. Fyrir utan það þá er ég handviss um að hann sé ekki 42ja ára, eins og kemur fram á fetlife. Held að hann sé allavega 10 árum eldri en það og ég efast um að ég hefði hitt hann ef ég hefði vitað það. Ég er nefnilega með ákveðna mynd í hausnum af því sem ég vil, og hann passaði ekki inn í hana, því miður. 

Hinsvegar áttum við ágætt spjall og það var fínt að brjóta upp daginn með þessum hittingi. Kannski ég ætti að gera meira af því að hitta fólk, bara til að hitta fólk? 

Vill einhver hittast?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú ferð ekkert að hætta núna. Bara skoða meira, og kannski aðeins lengra spjall.
Þetta kemur allt saman.

Vinsælar færslur